Útboð Herjólfs

24.Október'17 | 14:53

Herjólfur var fyrst rekinn af Samskip eftir að útboð fór fram. Ljósmynd/úr safni.

Nú eru margir Eyjamenn að velta fyrir sér rekstri Herjólfs og hvernig honum sé best fyrirkomið fyrir notendur ferjunnar. En rifjum nú aðeins upp. Hverjar voru ástæður þess að farið var að bjóða út rekstur Herjólfs á sínum tíma? 

Þann 29. júní árið 1999 birtist viðtal við Árna Johnsen, sem þá var formaður samgöngunefndar Alþingis í Morgunblaðinu. Þar kemur fram að útboðið fari fram í samræmi við EES-reglur, en Árni taldi þá að skoða hefði þurft hvernig aðrar þjóðir hafa túlkað þessar reglur og segir örugglega fordæmi fyrir því að vikið sé frá þeim.

Árni sagði að útboðið kæmi í sjálfu sér ekki á óvart. Það hefði lengi legið í loftinu að reksturinn yrði boðinn út vegna reglna sem Ísland hefði undirgengist á EES- svæðinu. Árni taldi að það hefði verið mistök af hálfu Íslands að samþykkja þessar reglur án frekari skoðunar. Ítalía og Spánn hefðu samþykkt þær með fyrirvara og hefðu meira svigrúm til að túlka þær en aðrar þjóðir. Hann sagðist telja að það væri of mikið um að embættismenn okkar teldu sig eiga að þjóna Brusselvaldinu í stað þess að taka eingöngu mið af íslenskum hagsmunum.

Því er spurt, hafa reglur EES breyst?

Hefur verið slakað á útboðskröfum EES síðan árið 1999?

 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.