Rekstur Vestmannaeyjaferju ekki útboðsskyldur

24.Október'17 | 12:51
ny_ferja_herjolfur

Mynd/samsett.

Forstjóri Ríkiskaupa segir að rekstur Vestmannaeyjaferju sé ekki útboðsskyldur. Þar er vísað í ákvæði í lögum um opinber innkaup sem kveða á um undantekningar frá útboðsskyldum verkefnum. 

Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og samgönguráðuneytisins funda í dag um mögulega yfirtöku Eyjamanna á rekstri skipsins, að því er segir í frétt RÚV á ruv.is.

Viðræður hafa verið um að Vestmannaeyjabær taki við rekstri ferjunnar milli lands og eyja eftir að til ný ferja kemur í júní. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja sagði í fréttum RÚV í gærkvöld að hann reiknaði með því að bærinn ræki ferjuna. Ákveðið yrði svo síðar hvort rekstur hennar verði boðinn út síðar. Hann fullyrti jafnframt að reksturinn væri ekki útboðsskyldur.

Halldór Ó. Sigurðsson forstjóri Ríkiskaupa tekur undir skilning bæjarstjórans á því. „Að mati okkar sem sérfræðingar í lögum um opinber innkaup þá lítum við svo á að þetta sé ekki útboðsskylt.“

Þar vísar Halldór í 13. grein laga um opinber innkaup. Þar kemur meðal annars fram að lögin - og þar með útboðsskyldan - taki ekki til samninga sem komi á eða hrindi í framkvæmd samvinnu milli opinbera aðila, sem eigi að tryggja að sú opinbera þjónusta sem þeir veita nái sameiginlegum markmiðum. Að auki þurfi samvinna þeirra að varða almannahagsmuni. „Við höfum hins vegar leitað til Eftirlitsstofnunar EFTA um álit á okkar skoðun, okkur til frekari stuðnings.“

Búist er við því áliti á næstu dögum. Halldór segir að eftir síðasta útboð hafi verið gert ráð fyrir að reksturinn yrði boðinn út aftur á almennum markaði þegar nýja ferjan kæmi. „En síðan kemur það upp að menn hafi áhuga á þessari samvinnu milli ríkis og sveitarfélags, þannig að þarna urðum við að skoða þann möguleika, hvort það væri hægt miðað við lög um opinber innkaup.“

Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og samgönguráðuneytisins funda um málið síðar í dag en ekki er búist við endanlegri niðurstöðu að þeim fundi loknum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).