Ragnar Óskarsson skrifar:

Góði gírinn

24.Október'17 | 12:59
Ragnar_os

Ragnar Óskarsson.

Fyrir nokkrum dögum sagði ég ykkur frá vini mínum og miklum sjálfstæðismanni sem ræddi við mig um samgöngumál okkar Eyjamanna. Hann hringdi í mig í gær og sagðist vera að mörgu leyti sammála mér um ábyrgð ráðherra á þeim málefnum sem undir þá heyrðu. 

Hann yrði líkast til bara að viðurkenna að sjálfstæðismenn, bæði hér heima og á Alþingi hefðu staðið sig illa í þessu mikilvæga hagsmunamáli. „En þú verður að viðurkenna eitt, Raggi minn,“ sagði hann. „Ríkisstjórn Bjarna Ben hefur heldur betur aukið framlög til heilbrigðismála undanfarin ár. Ég sá það svart á hvítu í gögnum uppi í Ásgarði. Gögnin sýna að í heilbrigðismálum standa mínir menn sig sko og ætla að halda því áfram. Allt er  því í  góðum gír.“ Eftir þessa yfirlýsingu var ekki laust við að vinur minn fyndi til óblendins stolts yfir „sínu fólki.“

„Ja, þú segir nokkuð,“ sagði ég.

„Ef þeir eru að standa sig svona vel, hvers vegna er þá stöðugur niðurskurður og samdráttur við sjúkrahússins okkar. Hvers vegna geta barnshafandi konur ekki fætt börn sín í Eyjum? Hvers vegna er nánast engar aðgerðir hægt að gera hér heima? Hvers vegna er geð- og sálfræðiþjónusta ófullnægjandi? Hvers vegna er augnlæknir hættur að koma hingað? Hvers vegna þurfa þeir sem vegna ástandsins verða aða fara til Reykjavíkur til að fá þjónustu að standa undir óheyrilegum kostnaði vegna ófremdarástandsins í heilbrigðismálum okkar Eyjamanna. Hvers vegna eru aðstæður orðnar svo óboðlegar að fólk er farið í verulegum mæli að hugsa sér til hreyfings héðan?

Ég held að þú verðir að skoða þessi gögn upp í Ásgarði betur. Kannski vilja þeir sem segjast sýna með gögnunum hvernig sjálfstæðismenn standa sig í heilbrigðismálum okkar Eyjamanna, birta þau almenningi. Ég er reyndar viss um að í það leggja þeir ekki, alla vega ekki fyrir kosningar. Það getur nefnilega enginn breytt klessuverki í glansmynd.

 

                            Ragnar Óskarsson

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.