Funda um framtíð Herjólfs

24.Október'17 | 14:20
herjolfur_smab_fuglar

Ljósmynd/TMS.

Full­trú­ar Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­is­ins og Vega­gerðar­inn­ar funda með bæj­ar­stjóra Vest­manna­eyja­bæj­ar og ráðgjöf­um bæj­ar­ins síðdeg­is í dag. Á fund­in­um verða rædd samn­ings­drög um rekst­ur nýrr­ar Vest­manna­eyja­ferju sem kem­ur hingað til lands næsta sum­ar.

Greint var frá því í gær að Vest­manna­eyja­bær muni taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tek­in í gagnið næsta sum­ar. Samn­ing­ur þess efn­is er á loka­metr­un­um að sögn Jóns Gunn­ars­son­ar sam­gönguráðherra.

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir samn­ing­inn ekki vera kom­inn jafn langt og ráðherra grein­ir frá. „Það er nú ekki komið svo langt að við séum að taka við rekstr­in­um, en það er ein­læg­ur vilji beggja meg­in við borðið til að vinna málið áfram,“ seg­ir Elliði í sam­tali við mbl.is.

„Við vilj­um vinna þetta í sam­ein­ingu“

Elliði von­ast að með fund­in­um fær­ist Vest­manna­eyja­bær skrefi nær að taka við rekstri Herjólfs. „Vænt­ing­ar mínar eru þær að við tök­um enn eitt skrefið í þá átt sem við erum að ganga í sam­ein­ingu, Vest­manna­eyja­bær og ríkið. Þetta eru ekki samn­ingaviðræður tveggja viðskiptaaðila held­ur eru þetta sam­starfsviðræður tveggja stjórn­valda. Þannig það er ekki verið að spila neinn póker í þessu, það er verið að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til þess að bæta sam­göng­ur og vinna okk­ur út úr þeirri stöðu að vera sí­fellt í ein­hverj­um átök­um um þetta mik­il­væga mál. Við vilj­um vinna þetta í sam­ein­ingu.“

Ýmis­legt hef­ur gengið á í rekstri Herjólfs síðastliðnar vik­ur og tvisvar hef­ur þurft að fresta viðgerð á skip­inu vegna vanda­mála sem hafa komið upp með af­hend­ingu vara­hluta. Elliði sagði í sam­tali við mbl.is í gær að mik­il­vægt sé að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kom­in upp, meðal ann­ars með því að bæta aðrar sam­göng­ur til og frá Eyj­um með aðkomu rík­is­s­ins, til dæm­is með rík­is­styrkt­um flug­sam­göng­um.

Vinna að framtíðar­sýn um sam­göng­ur milli lands og Eyja

Elliði seg­ir að með aðkomu Vest­manna­eyja­bæj­ar að rekstri Herjólfs muni staða bæj­ar­ins styrkj­ast al­mennt í sam­göngu­mál­um. „Ef að þetta fer sem horf­ir og Vest­manna­eyja­bær tek­ur við rekstri Herjólfs, þá erum við kom­in í þá stöðu að vera við borðið þegar þessi mik­il­vægu mál eru rædd. Þar með talið þegar Herjólf­ur verður fyr­ir frá­töf­um, að ákveða þá viðbrögð.“

Aðrar sam­göng­ur til og frá Eyj­um verða ekki rædd­ar á fund­in­um í dag, né fyr­ir­hugaðar viðgerðir á skip­inu. Eins og staðan er núna á Herjólf­ur að fara í slipp í janú­ar. „Við erum að vinna í framtíðar­sýn­inni,“ seg­ir Elliði.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá sam­gönguráðuneyt­inu er ekki þess að vænta að gengið verði frá samn­ingi í dag.

 

Mbl.is greindi frá.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%