Elís Jónsson sendi forystumönnum framboða bréf

Hugleiðingar um samgöngur í Vestmannaeyjum

23.Október'17 | 14:28
elis_17

Elís Jónsson. Ljósmynd/TMS.

Elís Jónsson sendi fyrr í dag forystumönnum allra framboða sem bjóða fram í Suðurkjördæmi til Alþingiskosninga bréf með yfirskriftinni ,,Hugleiðingar um samgöngur í Vestmannaeyjum". Þar veltir hann upp samgöngunum í níu liðum.

Hér eru hugleiðingarnar:

  1. Niðurgreiðsla uppá 120 milljónir á flugi til Vestmannaeyja var aflögð 2010 vegna bættra samgangna. Það vita flestir um þær samgöngubætur…. Verum sanngjörn og komum þessari niðurgreiðslu aftur á skv. verðlagi dagsins í dag. Höfum hann þar til hægt er að sigla í Landeyjahöfn 95-97% tilfella á ársgrundvelli, Í það minnsta að hann gildi frá 1. september til 1. maí ár hvert. Almennt verð aðra leið er frá 16.900 kr.!

 

  1. Komum sjósamgögnum í ásættanlegt horf! Stofnum samráðshóp þeirra sem hafa ákvörðunarvald í samgöngumálum Eyjamanna, á einn eða annan hátt! Þar væri hægt að taka snöggar ákvarðanir og hafa skilvirk og milliliðalaus samskipti. Í honum væru: Samgönguráðherra, bæjarstjóri Vestmannaeyja, vegamálastjóri, hafnarstjórinn í Landeyjum og fulltrúi rekstraraðila.

 

  1. Rannsóknir og hönnun Landeyjahafnar hafa alfarið verið á hendi Vegagerðarinnar (áður Siglingastofnunar). Þeir sem hafa komið að því að fara yfir og meta rannsóknavinnu Vegagerðarinnar hafa verið viðskiptavinir stofnunarinnar, slíkt býður hættunni heim hvað varðar hlutleysi. Ljóst að það þarf að gera betur! Fáum hlutlausan aðila til að fara yfir þetta og gera tillögur að úrbótum þannig að höfnin nái þeim markmiðum sem lagt var upp með!

 

  1. Hvað stoppar t.d. tillögu eins samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins árin 2011, 2013, 2015 um að ,,Ferjuleiðir verði skilgreindar sem hluti af þjóðvegakerfinu‘‘ ? Er þetta ekki sjálfsagður hlutur án þess að flokkar skipti máli?

 

  1. Greinum þarfir Eyjamanna! Mesti annatími er milli kl. 8-12 og kl. 16-20 á daginn. Á þessum tíma er þörfin og mesta eftirspurn eftir ferðum! Það er alveg ljóst að þetta mun að mjög litlu leiti leysast með nýrri ferju. Alveg sama þó hún fari 10 ferðir á dag, hún þarf að flytja fleiri á þessum ákveðna tímaramma! Ný ferja gerir það ekki frekar en núverandi ferja….

 

  1. Væri ekki rétt að einbeita sér að búa til rammann og leikreglurnar sem henta og koma til móts við núverandi þarfir Eyjamanna eins og menn börðust fyrir hér áður fyrr og leyfa einkafyrirtækjum að berjast um reksturinn. Sé framangreint ekki í lagi þá færðu ekki það sem þú vilt í þjónustustigi og hagkvæmni. Vel unnið og skilgreint útboð skilar sér í að nýta fjármuni sem best og fá sem mesta þjónustu skv. þörfum Eyjamanna á sem hagkvæmastan hátt.

 

  1. Það verður næg barátta við ríkið að halda fjárveitingu í samgöngur til Eyja án þess að Vestmannaeyjabær verði orðinn rekstraraðili og bæjarfélagið í enn veikari samningsstöðu en það er í dag! 2010 stóð t.d. til að fækka ferðum um 2 á viku…

 

  1. Sigling aðra leið er um 13,5 km, akstursgjald ríkisstarfsmanna er 110 kr./km. Væri þetta nálgun á sanngjörnu fargjaldi án afsláttar? 1.485 kr. fyrir bíl aðra leið, í dag er það fyrir bifreið undir 5m að lengd 3.420 kr. í Þorlákshöfn og 2.220 kr. í Landeyjahöfn!

 

  1. Í ,,Samgöngukönnun fyrir Eyjar.net 2016‘‘ sem gerð var af MMR þann 19. febrúar til 2. mars 2016 fyrir ET miðla var úrtakið 874 íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum og fjöldi svara 515. Úrtakið var tæplega 37% þeirra sem greiddu atkvæði 2014! Koma svörin þér á óvart í dag?

 

Baráttukveðjur, Elís Jónsson

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%