Ragnheiður Rafnsdóttir skrifar:

Á hliðarlínu unglings

23.Október'17 | 06:28
Ragnheidur-Rafnsdottir_hsu

Ragnheiður Rafnsdóttir.

Töluvert álag fylgir því að komast á unglingsár og eru mótþrói og tilfinningasveiflur eðlilegur hluti þessara ára. Það er því mikilvægt að eiga foreldra og aðra fullorðna á hliðarlínunni til að komast í gegnum þennan tíma. 

Áhrifavaldar í lífi unglinga eru foreldrar eða forráðamenn, vinir, kennarar, íþróttaþjálfarar og þeir sem vinna að æskulýðs- og tómstundamálum. Kröfur á unglinga eru miklar, t.d. í námi og leik en á sama tíma ganga þeir í gegnum miklar líkamlegar og andlegar breytingar sem líka taka á. Þetta á auðvitað ekki að koma neinum á óvart þar sem allir hafa gengið í gegnum þetta tímabil.

Unglingsárin einkennast af óstöðugleika eða ójafnvægi en sem betur fer komast flestir mjög vel í gegnum þennan tíma á farsælan hátt. Það er mikilvægt að mæta unglingum þar sem þau eru, ekki gera þeim upp skoðanir eða tilfinningar. Á þessum árum breikkar oft bilið milli foreldra og unglinga þar sem unglingarnir verða sjálfstæðari og ef fullorðnir gefa til kynna að unglingarnir séu ekki færir um að taka sjálfstæðar ákvarðanir getur það þróast í mótþróa hjá unglingi. Það er því ákaflega mikilvægt að unglingum sé sýnd virðing á skoðunum þeirra og athöfnum ásamt því að þeim sé gefið tækifæri á að tjá sig.

Góð og innihaldsrík samskipti og gagnkvæm virðing ætti að vera í hávegum höfð ásamt skilningi. Fullorðnir þurfa að gefa unglingunum tækifæri á að tjá tilfinningar sínar á heilbrigðan hátt því annars er hætta á að erfiðar tilfinningar brjótist út með neikvæðu hegðunarmynstri sem svo stuðlar að neikvæðum viðbrögðum í umhverfinu.

Fullorðnir hafa það hlutverk og skyldu að koma börnunum í gegnum unglingsárin á sem bestan og uppbyggilegastan hátt. Það gerum með margvíslegum hætti en fyrst og fremst með því að koma fram við þau af virðingu, vinsemd og hlýju. Gefa þeim tækifæri á að tjá sig og finna lausnir ef eitthvað ber út af. Við getum ekki leyft okkur að loka augunum ef illa gengur. Við þurfum að vanda okkur og þá uppskerum við svo stórkostlega. Mig langar að minna fólk sem vinnur með unglingum á að ef við viljum að þau hlusti á okkur, þá megum við ekki gleyma að hlusta á þau.

 

f.h. Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Ragnheiður Rafnsdóttir, 
Skólahjúkrunarfræðingur HSU- Höfn

Greinin birtist á vefsvæði HSU - hsu.is.

Tags

HSU

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.