Eimskip harmar óréttlátar ásakanir

Vara­hlut­ir Herjólfs stóðust ekki gæðakröf­ur

22.Október'17 | 15:37
IMG_4217-001

Stefnt er að því að viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar. Ljósmynd/TMS.

Vara­hlut­irn­ir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröf­ur flokk­un­ar­fé­lags Herjólfs, DNV-GL í Nor­egi og því þarf að end­ur­smíða vara­hlut­ina frá grunni, en hersla á stáli var ekki nægi­leg að mati DNV-GL. 

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Eim­skipa­fé­lag­inu, sem seg­ir dap­ur­legt að í frétta­flutn­ingi af sein­kunn viðgerðar sé skuld­inni al­farið skellt á Eim­skip þrátt fyr­ir að „aðilum sé full­ljóst hvernig í pott­inn er búið“.

„Eim­skip sem nú­ver­andi rekst­araðili skips­ins get­ur illa tekið ábyrgð á verk­smiðjugalla og töf­um eða mis­tök­um við smíði á vara­hlut­um þegar um­sjón­araðili verks­ins er fram­leiðandi vél­ar­inn­ar og þar með þeir aðilar sem best þekkja til máls­ins,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni. Mbl.is greinir frá.

Sjá einnig: Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember

Við reglu­lega slipp­töku Herjólfs sl. vor hafi komið í ljós skemmd á gír skips­ins vegna galla. Herjólf­ur var sér­hannaður og smíðaður árið 1992 til að sigla í Þor­láks­höfn. „Þegar um svo gam­alt skip er að ræða eru marg­ir vara­hlut­ir í skipið ekki lag­erv­ara sem hægt er að ganga að sem vís­um þegar bil­un eða skemmd kem­ur upp.“

Bil­un­in sem varð í Herjólfi nú og staða vara­hluta sé þannig að hvorki Vega­gerðin, sem er eig­andi skips­ins, né fram­leiðandi vél­búnaðar skips­ins, eigi á lag­er þá hluti sem þurfi til viðgerðar og því þurfi að smíða viðkom­andi vara­hluti frá grunni. Fyrstu frétt­ir frá fram­leiðanda hafi verið þær að fram­leiðsla og ísetn­ing gæti tekið allt að sex mánuði.

„Frá því Eim­skip tók við rekstri Herjólfs árið 2006 hef­ur ferj­an fengið fyrsta flokks viðhald sem unnið hef­ur verið af reynd­um og sér­hæfðum starfs­mönn­um Eim­skips og einnig m.a. með fram­leiðend­um véla­búnaðar­ins sem er danskt úti­bú þýska fyr­ir­tæk­is­ins MAN og svo var einnig nú.“

Þetta sé gert til að tryggja að þegar komi að jafn mik­il­væg­um þætti og vél­búnaði farþega­ferju sem sigli við veru­lega krefj­andi aðstæður þá séu alltaf kallaðir til fær­ustu sér­fræðing­ar.  

 

Mbl.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%