Eimskip harmar óréttlátar ásakanir

Vara­hlut­ir Herjólfs stóðust ekki gæðakröf­ur

22.Október'17 | 15:37
IMG_4217-001

Stefnt er að því að viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar. Ljósmynd/TMS.

Vara­hlut­irn­ir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröf­ur flokk­un­ar­fé­lags Herjólfs, DNV-GL í Nor­egi og því þarf að end­ur­smíða vara­hlut­ina frá grunni, en hersla á stáli var ekki nægi­leg að mati DNV-GL. 

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Eim­skipa­fé­lag­inu, sem seg­ir dap­ur­legt að í frétta­flutn­ingi af sein­kunn viðgerðar sé skuld­inni al­farið skellt á Eim­skip þrátt fyr­ir að „aðilum sé full­ljóst hvernig í pott­inn er búið“.

„Eim­skip sem nú­ver­andi rekst­araðili skips­ins get­ur illa tekið ábyrgð á verk­smiðjugalla og töf­um eða mis­tök­um við smíði á vara­hlut­um þegar um­sjón­araðili verks­ins er fram­leiðandi vél­ar­inn­ar og þar með þeir aðilar sem best þekkja til máls­ins,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni. Mbl.is greinir frá.

Sjá einnig: Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember

Við reglu­lega slipp­töku Herjólfs sl. vor hafi komið í ljós skemmd á gír skips­ins vegna galla. Herjólf­ur var sér­hannaður og smíðaður árið 1992 til að sigla í Þor­láks­höfn. „Þegar um svo gam­alt skip er að ræða eru marg­ir vara­hlut­ir í skipið ekki lag­erv­ara sem hægt er að ganga að sem vís­um þegar bil­un eða skemmd kem­ur upp.“

Bil­un­in sem varð í Herjólfi nú og staða vara­hluta sé þannig að hvorki Vega­gerðin, sem er eig­andi skips­ins, né fram­leiðandi vél­búnaðar skips­ins, eigi á lag­er þá hluti sem þurfi til viðgerðar og því þurfi að smíða viðkom­andi vara­hluti frá grunni. Fyrstu frétt­ir frá fram­leiðanda hafi verið þær að fram­leiðsla og ísetn­ing gæti tekið allt að sex mánuði.

„Frá því Eim­skip tók við rekstri Herjólfs árið 2006 hef­ur ferj­an fengið fyrsta flokks viðhald sem unnið hef­ur verið af reynd­um og sér­hæfðum starfs­mönn­um Eim­skips og einnig m.a. með fram­leiðend­um véla­búnaðar­ins sem er danskt úti­bú þýska fyr­ir­tæk­is­ins MAN og svo var einnig nú.“

Þetta sé gert til að tryggja að þegar komi að jafn mik­il­væg­um þætti og vél­búnaði farþega­ferju sem sigli við veru­lega krefj­andi aðstæður þá séu alltaf kallaðir til fær­ustu sér­fræðing­ar.  

 

Mbl.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.