Eimskip harmar óréttlátar ásakanir
Varahlutir Herjólfs stóðust ekki gæðakröfur
22.Október'17 | 15:37Varahlutirnir sem nota átti í Herjólf stóðust ekki kröfur flokkunarfélags Herjólfs, DNV-GL í Noregi og því þarf að endursmíða varahlutina frá grunni, en hersla á stáli var ekki nægileg að mati DNV-GL.
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimskipafélaginu, sem segir dapurlegt að í fréttaflutningi af seinkunn viðgerðar sé skuldinni alfarið skellt á Eimskip þrátt fyrir að „aðilum sé fullljóst hvernig í pottinn er búið“.
„Eimskip sem núverandi rekstaraðili skipsins getur illa tekið ábyrgð á verksmiðjugalla og töfum eða mistökum við smíði á varahlutum þegar umsjónaraðili verksins er framleiðandi vélarinnar og þar með þeir aðilar sem best þekkja til málsins,“ segir í fréttatilkynningunni. Mbl.is greinir frá.
Sjá einnig: Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember
Við reglulega slipptöku Herjólfs sl. vor hafi komið í ljós skemmd á gír skipsins vegna galla. Herjólfur var sérhannaður og smíðaður árið 1992 til að sigla í Þorlákshöfn. „Þegar um svo gamalt skip er að ræða eru margir varahlutir í skipið ekki lagervara sem hægt er að ganga að sem vísum þegar bilun eða skemmd kemur upp.“
Bilunin sem varð í Herjólfi nú og staða varahluta sé þannig að hvorki Vegagerðin, sem er eigandi skipsins, né framleiðandi vélbúnaðar skipsins, eigi á lager þá hluti sem þurfi til viðgerðar og því þurfi að smíða viðkomandi varahluti frá grunni. Fyrstu fréttir frá framleiðanda hafi verið þær að framleiðsla og ísetning gæti tekið allt að sex mánuði.
„Frá því Eimskip tók við rekstri Herjólfs árið 2006 hefur ferjan fengið fyrsta flokks viðhald sem unnið hefur verið af reyndum og sérhæfðum starfsmönnum Eimskips og einnig m.a. með framleiðendum vélabúnaðarins sem er danskt útibú þýska fyrirtækisins MAN og svo var einnig nú.“
Þetta sé gert til að tryggja að þegar komi að jafn mikilvægum þætti og vélbúnaði farþegaferju sem sigli við verulega krefjandi aðstæður þá séu alltaf kallaðir til færustu sérfræðingar.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
17.Ágúst'19Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).