Ragnar Óskarsson skrifar:

Þú ert alltaf svo.........

22.Október'17 | 14:39
Ragnar_os

Ragnar Óskarsson.

Um daginn lenti ég á spjalli við góðan vin minn sem er sjálfstæðismaður fram í fingurgóma. Við ræddum eins og venjulega um allt milli himins og jarðar. Þar koma að því að hann lýsti yfir mikilli hneykslan sinni á ófremdarástandinu í  samgöngumálum okkar Vestmannaeyinga. 

Þessir höfðingjar hjá Vegagerðinni, Eimskip og Siglingastofnun væru fyrir vikið óalandi og óferjandi enda væru þeir að stöðva alla framþróun í samgöngumálum okkar.

Ég gat vel og að fullum hug tekið undir með honum með ófremdarástandið en ég sagðist líta svolítið öðrum augum á við hverja væri að sakast í þessum efnum.

Ég benti honum á að samgönguráðherra væri yfirmaður allra samgöngumála í landinu og hann væri því sá sem allt stæði og félli með. Ef samgönguráðherra vildi gæti hann skipað bæði Vegagerðinni og Siglingastofnum fyrir verkum. Því stæði þetta allt með því að ráðherrann og flokkur hans hefðu vilja og kjark til að bæta úr málum.

Þá benti ég vini mínum á að Sjálfstæðisflokkurinn hefði á mörgum undanförum árum farið með fjárveitinga- og samgöngumál í landinu og auk þess væru flokkssystkini ráðherrans við völd í Vestmannaeyjum. Hér væri því varla hægt að hugsa sér betri aðstæður en að ráðast í úrbætur á samgöngumálum okkar, Sjálfstæðismenn á öllum vígstöðvum! Flokkurinn hefði hins vegar ekkert sinnt þessu brýna verkefni og því er staðan eins og hún er. Þar lægi því sökin ef saka ætti einhvern um ófremdarástandið.

„Raggi, þú ert alltaf svo pólitískur,“ sagði þessi vinur minn og þurfti nauðsynlega að fara annað.

Áður en hann fór náði ég hins vegar að segja honum að ég væri til í að taka svona umræðu um heilbrigðismálin líka. Þar væri líka auðvelt að finna vafasöm spor Sjálfstæðisflokksins.

 

                                      Ragnar Óskarsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%