Silja Dögg Gunnarsdóttir og Ásgerður Kristín Gylfadóttir skrifa:

Leiðir að betri heilbrigðisþjónustu

20.Október'17 | 10:46
silja_asgerdur

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Ásgerður Kristín Gylfadóttir.

Ísland er fámennt og dreifbýlt land og því er góð heilbrigðisþjónusta fyrir alla heilmikil áskorun. En markmiðið er að íbúar njóti jafnræðis.

Heilbrigðisáætlun

Heilbrigðiskerfið okkar hefur þróast en þó ekki verið gerð heildstæð stefnumótun fyrir kerfið til langs tíma. Við Framsóknarmenn gerðum heilbrigðisáætlun fyrir Íslands, að forgangsmáli okkar. Málið var samþykkt á vorið 2017. Áætlunin felur í sér að fé verði úthlutað til stofnana með markvissum hætti og tekið tillit til íbúaþróunar, aldurssamsetningar íbúa, fjarlægða og umfangi ferðamannastaða, svo eitthvað sé nefnt.

Fæðingar fjarri heimabyggð

Annað brýnt verkefni á vegum ríkisins er að komið sé til móts við fólk sem þarf að sækja fæðingarþjónustu um langan veg. Undirrituð hefur lagt fram frumvarp í tvígang um að lögum um fæðingarorlof verði breytt. Með frumvarpinu er lagt til að réttur foreldra til fæðingarorlofs eða -styrks framlengist sem nemur þeim tíma sem þeir þurfa að dveljast fjarri heimili til að vera í öruggri nálægð við fæðingarhjálp. Sú breyting yrði til þess að öllum börnum yrði tryggður jafn réttur til að njóta samvista við foreldra sína fyrstu mánuði lífsins.

Niðurgreiddur dvalarkostnaður

Annað atriði sem þarf að huga betur að er dvalarkostnaður þeirra sem þurfa að fara að heima vegna barnsfæðinga. Ein leið væri að bæta útvega fólki dvalarstað eða koma til móts við fólk með fjárstyrk vegna dvalarkostnaðar í nágrenni við fæðingarstað. Fólk á ekki að gjalda þess að búa fjarri fæðingarstöðum og fjarri heilbrigðisþjónustu almennt.

Fjarheilbrigðisþjónusta

Framsóknarflokkurinn vill bæta aðgengi fólks á landbyggðinni að sérfræðingum en það væri hægt að gera með því að senda séfræðingateymi reglulega um landið. Við viljum líka efla fjarlækningaþjónustu, þar eru tækifæri. Verkefnið á Kirkjubæjarklaustri hefur gengið vel og önnur dreifbýl ríki hafa nýtt þessa tækni um árabil.

Fjármagnið er til staðar

Við getum fjármagnað þessi verkefni. Framsóknarflokkurinn vill fjárfesta 20 milljarða í heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfinu, þar af færu 10 milljarðar í heilbrigðiskerfið. Slík fjárfesting ógnar ekki stöðugleikanum. Tekjuafgangur ríkissjóðs er umtalsvert meiri en áætlanir gerður ráð fyrir. Áfram verður haldið að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Eigið fé bankanna er hátt og töluvert umfram þau mörk sem lög gera ráð fyrir. Framsókn vill að bankarnir nýti strax það svigrúm sem þeir hafa til að greiða arð í ríkissjóð en sú fjárhæð gæti numið um 40 milljörðum sem myndi nýtast til að lækka skuldir ríkisins.

Það er kominn tími til að fjárfesta í grunnstoðunum okkar, heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfinu okkar. Getum við ekki öll verið sammála um það?

 

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur í 3. sæti á lista Framsóknarflokksins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).