Sýknaður af nauðgun á Goslokahátíð

18.Október'17 | 19:25

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað rúmlega fimmtugan mann af ákæru um nauðgun og kynferðislega áreitni á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum. 

Maðurinn er hins vegar fundinn sekur um blygðunarsemisbrot með því að draga buxur konunnar niður um hana. Fyrir það fær hann þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Ruv.is greinir frá.
 
Vegfarandi sá til mannsins og konunnar, þar sem hún sat rænulaus á bekk um klukkan 8 að morgni með buxurnar niður um sig og maðurinn með aðra höndina á milli fóta hennar. Vegfarandinn tók mynd úr nokkurri fjarlægð af því sem fyrir augu bar og tilkynnti málið til lögreglu. Í vor ákærði Héraðssaksóknari manninn fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni með því að gyrða niður um konuna, kyssa hana og stinga fingrum sínum nokkrum sinnum inn í leggöng hennar.

 

Niðurstaða héraðsdóms er sú að þetta sé að mestu ósannað. Þótt erfðaefni úr konunni hafi fundist á fingrum mannsins hafi sérfræðingar borið um það fyrir rétti að það hefði allt eins getað verið vegna þess að þau hefðu haldist í hendur eða snerst á annan slíkan hátt. Hins vegar teljist sannað að maðurinn hafi gyrt buxurnar niður um konuna, enda geti enginn annar komið þar til greina – konan hafi sjálf verið rænulaus og ófær um að afklæðast.

Krafðist 2,2 milljóna – fær 100.000 krónur

Í dómnum er vitnað til skýrslu geðlæknis sem hefur haft konuna til meðferðar. Þar segir að fyrst eftir atvikið hafi kvíði og depurð hrjáð hana, hún hafi fengið ofsakvíðaköst og átt erfitt með að vera meðal fólks. Þá hafi hún átt í vandræðum með svefn. Þetta hafi síðan lagast nokkuð en hún þurfi þó enn að sæta meðferð og eftirfylgni. Geðlæknirinn segir að konan hafi sagt honum að maðurinn hafi haft við hana samræði þegar hún var áfengisdauð.

Konan krafðist 2,2 milljóna króna í bætur úr hendi mannsins, en dómurinn dæmir hann til að greiða henni 100.000 krónur.

Maðurinn lýsti því einnig fyrir dómi að málið hefði haft áhrif á hann – hann hefði verið sjómaður en settur „á ís“ þegar málið kom upp. Síðan hafi hann flutt frá Vestmannaeyjum til móður sinnar og byrjað að starfa sem rútubílstjóri með 60-70% minni tekjur en áður.

 

Ruv.is.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is