Rekstur Herjólfs

Ráðherra fái drög að samningi í vikunni

16.Október'17 | 06:53
her_ellidaey

Herjólfur á leið til Eyja. Mynd/TMS.

Samningaviðræðum ríkisins og Vestmannaeyjabæjar um að síðarnefndi aðilinn taki við rekstri Vestmannaeyjaferjunnar miðar hægt en örugglega, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra.

„Ráðherra hefur tekið mjög vel í þessa hugmynd. Hann hefur þegar falið Vegagerðinni að skila ráðuneytinu drögum að samningi við okkur. Við höfum á sama tíma verið að undirbúa okkur fyrir þessar samningaviðræður og vinnum þær með annars vegar Bonafide lögmannsstofunni og hins vegar Analyt­ica varðandi rekstrarhagfræðina,“ segir Elliði. Hann vonast til að ráðuneytið verði komið með samningsdrögin strax í þessari viku.

„Við þekkjum þennan rekstur alveg ágætlega, eins og hægt er í gegnum excel-skjöl. Við teljum að að gefnum ákveðnum forsendum eigum við að geta rekið Vestmannaeyjaferju á forsendum samfélagsins og tryggt þær forsendur,“ segir Elliði. Hann segir þó tvennt þurfa til að þetta verði að veruleika án hnökra.

„Það þarf aðra ferju sem kemur núna í vor og síðan þarf núna klárlega að halda áfram að vinna Landeyjahöfn út úr þessum örðugleikum sem þar hafa verið. Annars vegar með tilliti til dýpis og hins vegar með tilliti til þess að veita skipinu skjól í aðsiglingu að höfninni,“ segir Elliði. Hann er bjartsýnn á að þetta verði að veruleika og bendir á að þær hafnir sem hann þekki best, höfnin í Vestmannaeyjum og höfnin í Grindavík séu fjarri því að vera núna eins og þær voru þegar hann var krakki. „Þannig að auðvitað á Landeyjahöfn eftir að þróast og verða betri með tíð og tíma.“

Elliði segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu fyrir bæinn með verkefninu. „Við erum einfaldlega að taka yfir samfélagslegt verkefni frá ríki til sveitarfélags. Rétt eins og við gerðum þegar við tókum að okkur málefni grunnskóla. Vestmannaeyjabær tók að sér rekstur málefna fatlaðra langt á undan öðrum og við nálgumst þetta meira þannig. Við erum ekki að spila neinn rekstrarlegan póker. Spilin liggja á borðinu og við erum í mjög góðri samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðuneytið um þessi mál og reynum að finna þeim sem bestan farveg inn í framtíðina.“ 

 

Vísir.is

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.