Ragnar Óskarsson skrifar:

Enn á ný

14.Október'17 | 21:17
raggi_oskars

Ragnar Óskarsson.

Enn eru kosningar á næsta leiti. Tæplega ársgömul ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins sprakk nýlega vegna alvarlegra spillingarmála og því þurfum við að kjósa að nýju.

Miðað við þá umræðu sem mest ber á hjá þjóðinni nú eru kröfurnar um jöfnun lífskjara, stöðugleika og heiðarleika og öflugt heilbrigðiskerfi.

Hvernig skyldu stjórnmálaflokkarnir bregðast við þessu ákalli þjóðarinnar? Hér tek ég dæmi um tvo stjórnmálaflokka og afstöðu þeirra.  

Vinstri græn munu m.a. jafna lífskjör með skattakerfinu, leggja hærri skatta á þá sem búa við auðlegð en lækka og afnema skatta til þeirra sem minnst mega sín.

Vinstri græn munu beita sér fyrir stöðugleika í samfélaginu með ríkisstjórn sem gerir raunhæfar áætlanir og situr út kjörtímabil sitt. Stjórnkerfið mun verða gagnsætt og hvorki spilltir stjórnmálamenn né aðrir munu komast upp með ólögleg og siðlaus skattaundanskot, hvorki í skattaskjólum né annars staðar.

Vinstri græn munu leggja áherslu á að byggja upp öflugt heilbrigðiskerfi í þágu og eigu þjóðarinnar, heilbrigðiskerfi sem að undanförnu hefur verið látið grotna niður og er nú í raun komið að fótum fram.

Hvernig skyldi Sjálfstæðisflokkurinn líta á ákall þjóðarinnar?

Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram með skattkerfi sem hyglar þeim auðugu á kostnað þeirra sem minna hafa. Stóreignafólk þarf ekki að örvænta því hagsmuna þess mun vel gætt. Aðrir mega áfram sitja eftir með sárt ennið.  

Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram sveltistefnu sinni gegn heilbrigðiskerfi landsmanna og að auki færa heilbrigðisþjónustuna í auknum mæli til einkarekstrar sem hafa mun í för með sér enn meiri kostnað og enn verri stöðu fyrir almenning í landinu.

Sjálfstæðisflokknum mun á næsta kjörtímabili ekki takast að skapa stöðugleika og heiðarleika. Tvær síðustu ríkisstjórnir þar sem flokkurinn var í forustu gáfust upp vegna einmitt vegna óheiðarleika og spillingarmála. 

Ég nefni þessa tvo flokka hér vegna þess að þeir verða í kosningunum 28. október fulltrúar þeirra meginsjónarmiða sem tekist verður á um, um framtíð íslensks samfélags.

                  

         Ragnar Óskarsson

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).