Bæjarráð vill nýta Viking til að bæta samgöngur

milli lands og Eyja

14.Október'17 | 08:36
viking_2016

Farþegaskipið Víkingur. Ljósmynd/TMS.

Fyrir bæjarráði lá afrit af bréfi lögfræðistofu Viking Tours til Samgönguráðuneytisins þar sem óskað er eftir viðræðum um hvernig skipið Víkingur geti betur nýst Vestmannaeyjum til að bæta samgöngur. 

Erindið er frá KRST lögmenn til samgönguráðherra þar sem fram kemur að Víking Tours Vestmannaeyjum óski eftir siglingum milli Landeyjahafnar og Eyja fyrir farþegaskipið Víking.

Bæjarráð lýsir yfir einlægum vilja til þess að slíkar viðræður fari fram og leitað verði leiða til að nýta umrætt skip til að bæta samgöngur milli lands og Eyja. Sérstaklega bendir bæjarráð á mikilvægi þess að varaskip sé tiltækt þegar upp koma bilanir eða óvæntar frátafir af öðrum sökum, segir í bókun ráðsins.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.