Vestmannaeyjabær:

Telja að lífeyrissjóðsskuld liggi nærri 450 til 500 milljónum

11.Október'17 | 06:48
IMG_1864

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS.

Erindi frá BRÚ lífeyrissjóð var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í gær. Á fundinn mætti Sigurbergur Ármannsson fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar og stjórnarmaður lífeyrissjóðsins BRÚ.

Erindið snýr að breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Breytingarnar fela fyrst og fremst í sér uppgjör milli sjóðsins og launagreiðenda um lífeyrisaukasjóð og varúðasjóð og mun uppgjörið sjálft taka mið af stöðu A deildar sjóðsins þann 31. maí 2017. 

Í erindinu kemur fram að við vinnslu framangreindra laga var áætlað að lífeyrisaukasjóðurinn fyrir A deild Brúar næmu um 36,5 milljörðum og varúðarsjóðurinn um 2,6 milljörðum. Þar með er skuld íslenskra sveitarfélaga við Brú 39,1 milljarður. Mat bæjarráðs er að líklegt megi telja að hlutur Vestmannaeyjabæjar af þessari skuld liggi nærri 450 til 500 milljónir. 

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur bæjarstjóra að skila minnisblaði þar sem lagðar eru til sviðsmyndir um hvernig hægt sé að mæta skuldbindingu upp á tilgreinda upphæð án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa, segir í bókun ráðsins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.