Eng­in end­ur­greiðsla á út­lögðum kostnaði

11.Október'17 | 08:42
IMG_4231-001

Herjólfur. Mynd/TMS.

Eim­skip þarf ekki að end­ur­greiða gi­sti­kostnað fjöl­skyldu sem var föst í Vest­manna­eyj­um eft­ir að ferð Herjólfs frá Eyj­um var felld niður vegna veðurs.

Þetta er niðurstaða Sam­göngu­stofu eft­ir að óskað var eft­ir áliti um hvort niður­fell­ing ferðar­inn­ar gæti flokk­ast und­ir það að vera vegna óviðráðan­legra aðstæðna. Gi­sti­kostnaður fjöl­skyld­unn­ar var 44 þúsund krón­ur, en ekki þarf að end­ur­greiða útlagðan kostnað ef sigl­ingu er af­lýst vegna óviðráðan­legra aðstæðna. Mbl.is greinir frá.

Í um­fjöll­un um álit Sam­göngu­stofu í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram að Eim­skip fór ekki að ákvæðum reglu­gerðar Evr­ópuþings­ins nr. 1177/​2010, um rétt­indi farþega sem ferðast á sjó eða skip­geng­um vatna­leiðum, með því að upp­lýsa farþega um rétt­indi sín þegar seink­un eða af­lýs­ing verður á sigl­ingu.

Sam­göngu­stofa bein­ir til­mæl­um til Eim­skips um að fé­lagið fari eft­ir ákvæðum reglu­gerðar­inn­ar og gæti að þeim skyld­um sem ekki falla niður enda þótt af­lýs­ing eða seink­un verði rak­in til veður­skil­yrða.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.