Beiðni um rannsókn ekki borist samgöngunefnd
10.Október'17 | 07:08„Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur ekki borist formlegt erindi frá bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem þarf til að hægt sé að bregðast við af hálfu nefndarinnar.” Þetta sagði Valgerður Gunnarsdóttir, formaður nefndarinnar í svari sínu til Eyjar.net er hún var innt eftir svörum um hvar málið stæði.
Þetta svar barst ritstjóra Eyjar.net fyrir viku síðan. Fyrirspurnin var ítrekuð í gær en formaður nefndarinnar svaraði því til að henni hafi ekki borist nein tilkynning um að erindi bæjarstjórnar væri komið til Alþingis.
Sjá einnig: Fara fram á opinbera rannsókn
Stefnt á viðgerðarstopp Herjólfs í nóvember
Eyjar.net hefur einnig sent fyrirspurn á Hrein Haraldsson, vegamálastjóra vegna leigu á Röst. Hann segir að heildarkostnaður liggi ekki fyrir ennþá vegna Röst. „Það á m.a. eftir að ræða betur við eigendur að Röst vegna rangra upplýsinga sem við fengum. En rekstraraðilinn, Eimskip, ber ábyrgð á viðhaldi og viðgerðum og þá einnig varahlutum.”
Aðspurður varðandi annað afleysingaskip fyrir næsta stopp Herjólfs segir Hreinn að viðræður séu í gangi við eigendur skips og stefnt er á að skip geti komið inn fyrir Herjólf seinni hluta nóvember næstkomandi.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...