Listi Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi tilbúinn

- Ingi Sig­ur­jóns­son hamskeri eini Eyjamaðurinn á listanum

9.Október'17 | 18:44

Birg­ir Þór­ar­ins­son, sér­fræðing­ur í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur, skip­ar fyrsta sæti á lista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar í lok októ­ber. 

Birg­ir starfaði við yf­ir­stjórn UN­RWA, flótta­manna­hjálp­ar Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir Palestínu­menn, í Mið-Aust­ur­lönd­um og hef­ur sinnt verk­efn­um á veg­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Miðflokkn­um. Birg­ir var einnig varaþingmaður fyr­ir Fram­sókn­ar­flokk­inn í Suður­kjör­dæmi 2009-2013 og sat í sveit­ar­stjórn sveit­ar­fé­lags­ins Voga. 

Elv­ar Ey­vinds­son, viðskipta­fræðing­ur og bóndi, skip­ar annað sæti á list­an­um. Hann er fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Rangárþingi eystra. Mbl.is greinir frá.

Fram­boðslisti Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi í heild sinni: 

 1. Birg­ir Þór­ar­ins­son, sér­fr. í alþjóðasam­skipt­um og guðfræðing­ur, Vog­um.
 2. Elv­ar Ey­vinds­son, viðskipta­fræðing­ur og bóndi, Rangárþingi eystra.
 3. Sól­veig Guðjóns­dótt­ir bæj­ar­starfsmaður, Árborg.
 4. Ásdís Bjarna­dótt­ir garðyrkju­bóndi, Hruna­manna­hreppi.
 5. Bjarni Gunn­ólfs­son, hót­el- og rekstr­ar­fræðing­ur, Reykja­nes­bæ.
 6. Ingi­björg Jenný Jó­hann­es­dótt­ir, sölumaður og nemi, Reykja­nes­bæ.
 7. Her­dís Hjör­leifs­dótt­ir fé­lags­ráðgjafi, Hvera­gerði.
 8. Jón Gunnþór Þor­steins­son húsa­smíðanemi, Flóa­hreppi.
 9. Erl­ing Magnús­son lög­fr., Árborg.
 10. G. Svana Sig­ur­jóns­dótt­ir mynd­list­armaður, Kirkju­bæj­arklaustri.
 11. Sæmund­ur Jón Jóns­son bóndi, Höfn Hornafirði.
 12. Gunn­ar Már Gunn­ars­son umboðsmaður, Grinda­vík.
 13. Ingi Sig­ur­jóns­son hamskeri, Vest­manna­eyj­um.
 14. Úlfar Guðmunds­son héraðsdóms­lögmaður, Reykja­nes­bæ.
 15. Þór­anna L. Snorra­dótt­ir grunn­skóla­kenn­ari, Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi.
 16. Guðrún Tóm­as­dótt­ir ferðaþjón­ustu­bóndi, Ölfusi.
 17. Hans­ína Ásta Björg­vins­dótt­ir, eldri borg­ari, Þor­láks­höfn.
 18. Val­ur Örn Gísla­son pípu­lagn­inga­meist­ari, Ölfusi.
 19. Jafet Eg­ill Ingva­son lög­reglu­v­arðstjóri, Vík Mýr­dal.
 20. Rún­ar Lúðvíks­son, fv. fram­kvæmda­stjóri, Reykja­nes­bæ. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.