Sigurður Ingi leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi

- einn Eyjamaður er á listanum - Lára Skæringsdóttir, grunnskólakennari er í níunda sæti

7.Október'17 | 18:49
sigurdur_ingi

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fundi í félagsheimilinu Hvoli í dag. 

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður flokksins, vermir annað sæti listans og er Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi í sveitarfélaginu Hornafirði, í því þriðja. Visir.is greindi frá.

„Glæsilegur listi sem ég hef mikla trú á. Ég myndi segja að reynsla og þor væri það sem einkenndi okkar lista. Við erum tilbúin að takast á við verkefnin framundan og þær áskoranir sem bíða okkar. Verkefnin eru ærin.” sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í tilkynningu. 

Listi Framsóknarflokksins Suðurkjördæmi:
1. Sigurður Ingi Jóhannsson, alþingismaður og frv. forsætisráðherra
2. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður
3. Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi og hjúkrunarstjóri
4. Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur
5. Sæbjörg Erlingsdóttir, sálfræðinemi
6. Inga Lára Jónsdóttir, nemi
7. Pálmi Sævar Þórðarson, bifvélavirki
8. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
9. Lára Skæringsdóttir, grunnskólakennari
10. Herdís Þórðardóttir, innkaupastjóri
11. Stefán Geirsson, bóndi
12. Jón H. Sigurðsson, lögreglufulltrúi
13. Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
14. Ármann Friðriksson, nemi
15. Valgeir Ómar Jónsson, sagnfræðingur
16. Sigrún Þórarinsdóttir, bóndi
17. Jóhannes Gissurarson, bóndi
18. Jóngeir H. Hlinason, bæjarfulltrúi og hagfræðingur
19. Haraldur Einarsson, frv. alþingismaður
20. Páll Jóhann Pálsson, frv. alþingismaður

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.