Heilbrigðisstofnun Suðurlands:

Að óbreyttu þarf að grípa til sársaukafullra aðgerða á næsta ári

5.Október'17 | 18:38
HSU_Selfoss_Vestmannaeyjar_samsett.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og í Eyjum. Mynd/HSU.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands getur ekki sinnt núverandi þjónustu miðað við framlög sem henni eru ætluð í fjárlagafrumvarpinu. Forstjóri stofnunarinnar segir að verkefnum hennar hafi fjölgað mjög hratt.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands varð til úr þremur stofnunum og segir Herdís Gunnarsdóttir forstjóri stofnunarinnar að ársreikningar hennar sýni að halli hafi verið á rekstrinum þar til á síðasta ári þegar veruleg framlög fengust í fjáraukalögum vegna fjölgunar verkefni. Því til viðbótar voru skuldir eldri stofnana afskrifaðar. Hún nefnir að 2/3 af nauðsynlegum tækjakaupum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands séu keypt fyrir gjafafé. Heildarframlag til HSU er að núvirði um 8% minna en það var fyrir hrun. Á sama tíma hefur verkefnum fjölgað verulega. Ruv.is greinir frá.

„Já, verkefni í grunnheilbrigðisþjónustu hjá okkur hafa vaxið mjög hratt.  Milli áranna 2015 og 2016 hefur komum á slysa- og bráðamóttöku á Selfossi fjölgað um 16% og sjúkraflutningar í umdæminu aukist um 11%.  Á sama tíma fjölgar líka samskiptum í heilsugæslu á Suðurlandi,“ segir Herdís Gunnarsdóttir.

Hún segir þetta ekki koma á óvart því milli áranna 2015 og 2016 hafi umferð um vegi í umdæminum aukist meira en annars staðar á landinu.  Hún segir að reglulega sé fundað með ráðherra og embætismönnum um stöðuna og málefnu HSU séu til skoðunar í ráðuneytinu. Að óbreyttu þurfi að grípa til sársaukafullra aðgerða á næsta ári.

„Það er í skoðun.  Við erum að vinna í endurskoðun á rekstarþáttum hjá okkur í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Það er ljóst að ef fjárlög ársins 2018 verða óbreytt þá getum við ekki sinn núverandi þjónustu.  Það væri alltaf verri kostur og dýrari þegar upp er staðið.“

 

Ruv.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.