Knattspyrna:
Samstarfi KFR og ÍBV hætt
4.Október'17 | 20:52Síðastliðin sex ár hefur verið samstarf á milli ÍBV og KFR í yngri flokkunum í knattspyrnu. Samkvæmt heimildum Eyjar.net er nú búið að taka ákvörðun um að slíta samstarfi félaganna.
Gerð var skoðanakönnun hjá Rangæingum um hvað foreldrar vildu gera og í framhaldi var ákvörðun tekin af stjórn KFR um að samstarfi við ÍBV skuli hætt. Þá herma heimildir að gagnkvæmur vilji hafi verið hjá ÍBV um að slíta samstarfinu.
Þegar að gagnkvæmur vilji var hjá félögunum á að reyna samstarf fljótlega eftir að Landeyjahöfn opnaði þótti það styrkja báða klúbba. Sér í lagi þar sem að börnum í yngri árgöngum fór fækkandi og stefndi jafnvel í að tæpt gæti orðið innan fárra ára að ná hreinlega í lið hjá félögunum.
Ekki er Eyjar.net kunnugt um að samskonar könnun og gerð var hjá KFR hafi verið framkvæmd hjá ÍBV.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-