Kæru viðskiptavinir HS Veitna hf í Vestmannaeyjum

Mælaskipti fyrirhuguð á veitusvæði HS Veitna í Eyjum

4.Október'17 | 15:02
IMG_1831

Ljósmynd/TMS.

Fyrirhuguð eru mælaskipti á rafmagnsmælum á veitusvæði HS Veitna hf í Vestmannaeyjum. Búið er að koma upp safnstöðvum á nokkrum stöðum í bænum.  Þessar safnstöðvar sækja upplýsingar úr mælunum og koma þeim á einn stað þar sem unnið verður úr gögnunum.  

Hafist verður handa við mælaskiptin í á næstu dögum. Byrjað verður í vesturbænum, þ.e. í  Dverghamri, Búhamri, Áshamri  og svo áfram þar til öll hús í Vestmannaeyjum verða komin með snjallmæla.  Áætlað er að vinna við mælaskiptin taki rúm 3 ár og verði lokið í  árslok  2020.

Settir verða upp svokallaðir snjallmælar af gerðinni Omnipower Kamstrup. Mælarnir eru með fjarálestrarbúnaði og skila álestri rafrænt til HS Veitna. Mun þetta leiða  til þess að viðskiptavinir  fá eingöngu reikninga fyrir raunnotkun, ekki áætlaða notkun.

Mælaskiptin munu í flestum tilfellum fara fram á dagvinnutíma. Stuttan tíma  tekur að skipta um mæli en þó  þarf að rjúfa straum í allt að 15-20 mínútur. Búið er að semja við Arngrím Magnússon um mælaskiptin fyrir  HS Veitur hf . 

Nánari upplýsingar eru veittar af Sigurði Sveinssyni í síma 840-5545 eða Arngrími Magnússyni í síma 840-1990.

Á heimasíðu fyrirtækisins eru upplýsingar um snjallmæla „www.hsveitur.is

Með von um gott samstarf.

 

Fréttatilkynning frá HS Veitum.

 

Tags

HS Veitur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.