Kæra ólöglega dreifingu á nektarmyndum

- almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart ýmis konar netglæpum

3.Október'17 | 17:41
logr_vestm

Mynd/samsett.

Í vikunni barst lögreglunni í Vestmanneyjum kæra vegna ólöglegrar dreifingar á nektarmyndum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu sem kynferðisbrot og fjársvik.

Af þessu tilefni vill lögreglan í Vestmannaeyjum benda á að netglæpir færast í aukana alls staðar í heiminum og samkvæmt sérfræðingum hjá Europol þá mun slíkum glæpum fjölga mikið á næstu árum. Almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart ýmis konar netglæpum en mikið af skipulagðri glæpastarfsemi fer fram með þessum hætti.

Algengt er að reynt sé að svíkja fé út úr fólki með blekkingum og allskyns hótunum. Komist óprúttnir aðilar til dæmis yfir nektarmyndir af fólki er algengt að þær séu notaðar í þeim tilgangi að svíkja út úr því fé eða neyða fólk til ýmissa athafna. Tæknin er komin til að vera en mikilvægt er að fólk kunni að umgangast hana.

Þá er lykilatriði að allir geri sér grein fyrir, ungir sem aldnir, að dreifing á myndum sem sýna fólk á kynferðislegan eða klámfenginn hátt er brot á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og liggur fangelsisrefsing við slíkum brotum. Þeir sem verða fyrir slíkum brotum er bent á að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu, segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.