Formaður bæjarráðs:
Hvetur þingmennina til að draga til baka tillögu um göng
29.September'17 | 07:12Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs telur ekki tímabært að fara í þá vinnu að skoða jarðgangagerð milli lands og Eyja. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar í gær.
Sem kunnugt er lögðu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fram þingsályktunartillögu fyrr í vikunni, sem gekk út á að Alþingi álykti að fela samgönguráðherra að skipa starfshóp sem gerir ítarlega fýsileikakönnun á gerð ganga milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum.
Sjá einnig: Vilja göng milli lands og Eyja
Gjaldfellir Landeyjahöfn og nýja ferju
Páll sagði einnig á bæjarstjórnarfundinum að með þessu væri verið að gjaldfella Landeyjahöfn og nýja ferju. Hann telur heppilegra að bíða með þessa vinnu fram yfir að ný ferja komi til landsins. Nógu mikið er deilt um samgöngur milli lands og Eyja, sagði Páll Marvin.
Formaður bæjarráðs hvetur því þingmennina til að draga þessa vinnu til baka.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.