Krefjumst fundar hið fyrsta

28.September'17 | 11:04
herjo_2017_vestm_hofn

Herjólfur er nú kominn aftur í áætlun. Mynd/TMS.

Ljóst er eftir síðustu frátafir á sjósamgöngum að tjón samfélagsins hér í Vestmannaeyjum er verulegt. Samkvæmt heimildum Eyjar.net eru dæmi um tug milljóna tjón fyrirtækja vegna sambandsleysis við meginlandið.

Nú þegar aðeins hægist um er mikilvægt að fara vel yfir málið. Því er varpað hér fram hugmynd fyrir bæjarfulltrúa. Hugmyndin gengur út á að bæjarráð geri nú kröfu til þess að allir þeir sem að þessu máli komu verði kallaðir hingað til Eyja á fund til að fara yfir málin. Þá erum við að tala um æðstu menn hjá Samgönguráðuneytinu, Vegagerðinni og Eimskip og hugsanlega einnig frá Samgöngustofu. 

Gula spjaldið kom í vor

Mörgum spurningum er ósvarað og mjög mikilvægt að fá svör við þeim flestum. Það þarf að skýra fyrir bæjarbúum hvar ábyrgðin liggur. Í vor fengu sömu aðilar gula spjaldið þegar fengin var vanbúin ferja til afleysinga fyrir Herjólf. Að slíkt skuli gerast aftur að hausti er óásættanlegt. 

Þá er einnig óútskýrt hvernig mönnum datt í hug að taka Herjólf úr áætlun þegar tannhjólin voru enn í framleiðslu erlendis.

Það minnsta sem þessir stjórnendur geta gert er að sína sóma sinn í að mæta hingað til Eyja og gera grein fyrir málinu. Það mætti svo efna til borgarafundar um kvöldið þar sem bæjarbúum gefst kostur á að fá svör við sínum spurningum. 

Allir þingmenn yrðu boðnir velkomnir á þann fund. 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.