Uppfærð frétt

Röst siglir ekki meira - Herjólfur í áætlun á morgun

27.September'17 | 10:15
herjolfur__biladekk

Áætlað er að Herjólfur hefji áætlun á morgun.

Dýpið er nú orðið það lítið við Landeyjahöfn að Röst nær ekki að athafna sig þar. Það er því ljóst að Röst þjónustar okkur Eyjamenn ekki meira. Dýpið í Landeyjahöfn er nú komið undir 4 metra.

Eins og er liggur ekki fyrir hvenær verður hægt að hefja dýpkun. Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip segir í samtali við Eyjar.net að nú sé stefnt á að Herjólfur hefji siglingar á morgun. ,,Við erum að stefna á að skipið komi við í Þorlákshöfn í fyrramálið og fari þaðan samkvæmt áætlun klukkan 11.45. Svo fer hann í seinni ferðina samkvæmt áætlun síðdegis á morgun. En vissulega erum við að horfa á Þorlákshafnar-siglingar næstu dagana þar á eftir.” 

 

Uppfært kl. 10.43.

Sigurður Áss Grétarsson segir í samtali við Eyjar.net að farið verði í að dýptarmæla og dýpka eins fljótt og kostur er. Þetta ræðst þó fyrst og fremst af öldufari og vindi. Ef spáin gengur eftir þá er það líklegt seinnipartinn á morgun.

Uppfært kl. 11.46

Búið er að setja á aukaferð á fimmtudagskvöld. Brottför er frá Eyjum kl. 23.00 og frá Þorlákshöfn kl. 02.00.

 

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.