Uppfærð frétt

Röst siglir ekki meira - Herjólfur í áætlun á morgun

27.September'17 | 10:15
herjolfur__biladekk

Áætlað er að Herjólfur hefji áætlun á morgun.

Dýpið er nú orðið það lítið við Landeyjahöfn að Röst nær ekki að athafna sig þar. Það er því ljóst að Röst þjónustar okkur Eyjamenn ekki meira. Dýpið í Landeyjahöfn er nú komið undir 4 metra.

Eins og er liggur ekki fyrir hvenær verður hægt að hefja dýpkun. Gunnlaugur Grettisson forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskip segir í samtali við Eyjar.net að nú sé stefnt á að Herjólfur hefji siglingar á morgun. ,,Við erum að stefna á að skipið komi við í Þorlákshöfn í fyrramálið og fari þaðan samkvæmt áætlun klukkan 11.45. Svo fer hann í seinni ferðina samkvæmt áætlun síðdegis á morgun. En vissulega erum við að horfa á Þorlákshafnar-siglingar næstu dagana þar á eftir.” 

 

Uppfært kl. 10.43.

Sigurður Áss Grétarsson segir í samtali við Eyjar.net að farið verði í að dýptarmæla og dýpka eins fljótt og kostur er. Þetta ræðst þó fyrst og fremst af öldufari og vindi. Ef spáin gengur eftir þá er það líklegt seinnipartinn á morgun.

Uppfært kl. 11.46

Búið er að setja á aukaferð á fimmtudagskvöld. Brottför er frá Eyjum kl. 23.00 og frá Þorlákshöfn kl. 02.00.

 

 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%