Elís Jónsson skrifar:

Áfram um leikskólamál í Vestmannaeyjum

- væri ekki einfalt að afnema ársfjórðungshækkun og hækka í ársbyrjun eins og lang flest önnur sveitarfélög?

27.September'17 | 14:27
leik_barn

Leikskólinn Kirkjugerði. Ljósmynd/TMS.

Í gær birti Eyjar.net grein eftir undirritaðan undir fyrirsögninni ,,Um leikskólamál í Vestmannaeyjum‘‘. Ástæðan fyrir því að ég lagði í þá vinnu að taka saman gögn og skoða þetta betur er að mér ofbauð að sjá hvernig níðst er á foreldrum leikskólabarna í Vestmannaeyjum. 

Í gær hélt svo fræðsluráð fund sinn og í framhaldi sendi formaður fræðsluráðs frá sér tilkynningu um að leikskólagjöld hefðu verið lækkuð um 12,9%. Ég sá strax að það gekk ekki allt upp þarna í tilkynningunni, fyrir það fyrsta kannaðist ég ekki við að tímagjaldið væri 3.616 kr./klst. og 12,9% myndu tæplega duga til að nálgast meðaltalið hjá viðmiðunarsveitarfélögunum. Ég lét það ógert í tillitssemi við þá sem fara með þessi mál að birta prósentur þegar ég nefndi hækkun miðað við Hafnarfjörð í fyrr grein. Frá janúar 2011 til ágúst 2017 hækkaði Hafnarfjarðarbær gjöld sín á 8 tíma vistun með fæði um tæp 27,6%.

Á sama tíma var hækkun hjá Vestmannaeyjabæ um tæp 51,8%. Hvernig svona vitleysa fer í gegnum heilt ráð veit ég ekki, helst dettur mér í hug að það sé enginn áhugi að kynna sér málin. Með lestri á grein minni í gær hefði á auðveldan hátt verið hægt að kynna sér stöðuna á nokkrum mínútum. Það læðist að mér sá grunur að málin séu afgreidd eins og færibandavinna og helsta markmiðið sé að klára á sem skemmstum tíma. Ég vil góðfúslega benda á að ég ásamt öðrum útsvarsgreiðendum í Vestmannaeyjum tek þátt í að greiða laun þessara aðila.

Væntanlega hafa athugasemdir sem ég gerði í gærkvöldi skilað sér á réttan stað því  um 10 í morgun kom yfirlýsing frá Jóni Péturssyni framkvæmdastjóra fjölskyldu og fræðslusviðs hjá Vestmanneyjabæ. Það er gott og blessað en hvernig á einn maður að taka á sig þessi mistök? Er það vegna þess að aðrir í ráðinu t.a.m. formaður fóru ekki yfir málið?

Þó við ætlum ekki að verða deildarmeistarar með lægstu leikskólagjöldum, setjum okkur þá markmið og reynum að vera í fyrsta þriðjung, t.d. 3-5. sæti, og reynum svo að vinna bikarmeistaratitil öðru hverju með að hafa frumkvæði að bættum hag barnafjölskylda í Eyjum. Þó það sé búið að gera margt til bóta og því ber sannarlega að fagna þá hefur flest komið til framkvæmda eftir að hafa tekið alltof langan tíma og mörg önnur sveitarfélög löngu búin að innleiða.

Ég tók saman nýjustu gjaldskrár 15 stærstu sveitarfélaganna til að átta mig betur á þessu óvænta útspili. Vestmannaeyjar færast úr 15. sæti í 11. sæti þegar skoðaðir eru 8 tímar með fullu fæði.

Mér þætti einnig vænt um að heyra hvernig Vestmannaeyjabær og fræðsluráð ætlar að taka á því sem við höfum greitt meira en eðlilegt er síðustu mánuði og ár? Væri svo ekki einfalt að afnema ársfjórðungshækkun og hækka í ársbyrjun eins og lang flest önnur sveitarfélög? Sum hækka t.d. ekki á hverju ári.

 

Elís Jónsson.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).