Elís Jónsson skrifar:

Um leikskólamál í Vestmannaeyjum

26.September'17 | 07:33
leikskola

Leikskólinn Kirkjugerði. Ljósmynd/TMS.

Þann 1. september birtist grein á Eyjar.net eftir Frey Arnaldsson undir fyrirsögninni ,,Dýrustu leikskólagjöld landsins?‘‘. Kann ég höfundi miklar þakkir fyrir að vekja athygli á þessu málefni og kemur manni virkilega á óvart þar sem maður les reglulega að bæjarfélagið vilji bæta þjónustu við barnafjölskyldur.

Það hefur komið fram í greinum í framhaldi að engin ákvörðun hafi verið tekin undanfarin ár um hækkun leikskólagjalda að öðru leiti en að fæðiskostnaður var hækkaður. Gjaldskrá leikskóla Vestmannaeyja er tengd vísitölu og er endurskoðuð fjórum sinnum á ári: febrúar, maí, ágúst og nóvember. Skoðum þróun leikskólagjalda í Vestmannaeyjum frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag.

Þar sem bent hefur verið á hækkun fæðiskostnaðar er rétt að skoða hækkanir betur á völdu tímabili. Skv. töflu sést að frá 1.5.2014 til 1.5.2016 hækkar grunngjald um 20% en fæði um 8%. Frá 1.5.2016 til 1.8.2017 hækkar grunngjald um 10% en fæði um 3%.

 

Í lokin er ágætt að skoða könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á 8 tímum m. fæði fyrir janúar 2011 og febrúar 2012:

Miðað við athugun hjá 15 stærstu sveitarfélög landsins er Vestmannaeyjabær í 6. sæti í febrúar 2012, þétt á eftir kemur Hafnarfjörður.

Þegar kannað er í janúar 2017 hjá sömu sveitarfélögum er Hafnarfjörður í 4. sæti en Vestmannaeyjabær kominn í síðasta sætið. Þess má geta að 8 tímar með fæði í janúar 2011 var 26.070 kr. hjá Hafnarfirði en 27.365 kr. hjá Vestmannaeyjabæ. Þegar gjöld eru skoðuð í ágúst var þetta 33.257 kr. hjá Hafnarfirði, hækkað um 7.187 kr. Í Vestmannaeyjum var gjaldið orðið 41.534 kr. og því hækkað um 14.169 kr. Gróflega má áætla að foreldrar sem hafa verið með barn í 8 tíma og fullu fæði frá 1. janúar 2014 til dagsins í dag hafi greitt um 150.000 kr. meira en gjaldskrá í Hafnarfirði.

Þó það megi gera ráð fyrir að meðaltekjur séu hærri í Vestmannaeyjum þá hefur  útsvar verið sambærilegt 2011-2017 ef frá eru talin þrjú ár. 

Aldrei þessu vant er þetta þjónusta sem er hjá Vestmannaeyjabæ en ekki á vegum ríkisins og því auðvelt að taka á þessum málum og leiðrétta í eðlilegan farveg. En hvernig verður það gert?

Þegar rætt er um að yfirtaka rekstur hvort sem það eru heilbrigðismál eða samgöngur sem eru á forræði ríkisins þá getur maður ekki annað en verið í vafa hvort það væri til bóta…

 

Elís Jónsson

 

elis_jons

Elís Jónsson.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...