Nýtt lið Vestmannaeyja í Útsvari

26.September'17 | 12:12

Nýir einstaklingar munu skipa lið Vestmannaeyja í spurningaþættinum Útsvari sem sýndur er á Ríkissjónvarpinu í vetur líkt og síðustu ár. Lið Vestmannaeyja hefur leik þann 3. nóvember og mætir þá liði Skagafjarðar. 

Lið Vestmannaeyja í ár er skipað þeim Brynjólfi Ægi Sævarssyni, Maríu Guðjónsdóttur og Þórlindi Kjartanssyni.

Þórlindur sagði í samtali við Eyjar.net að þetta legðist rosalega vel í hópinn. „Við erum ótrúlega glöð og stolt yfir að fá að klæðast eyjabúningnum í þessari keppni.”

Nú stendur fyrir dyrum að liðið fari að hittast og slípa sig saman fyrir fyrstu viðureignina. Öll þekkjast þau ágætlega, en svo skemmtilega vill til að öll hafa þau gengt embætti formanns Vöku í Háskólanum.

 

Tags

Útsvar

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.