Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar:

Fræðsluráð lækkar dagvistunargjöld leikskóla um 12,9%

- stóraukin þjónusta við börn og barnafjölskyldur á undanförnum árum

26.September'17 | 21:20
kirkjuger

Leikskólinn Kirkjugerði. Ljósmynd/TMS.

Einlægur vilji fræðsluráðs er að þjónusta bæjarfélagsins við börn og fjölskyldur þeirra sé á öllum tímum eins góð og mögulegt er.

Með það að leiðarljósi hafa fjölmargar ákvarðanir ráðsins á undanförnum árum leitt af sér bætta þjónustu, sem dæmi um slíkar ákvarðanir eru niðurgreiðslur dagforeldra frá 9 mánaða aldri, heimagreiðslur til foreldra sem nýta ser ekki þjónustu dagforeldra, fjölgun leikskólaplássa og fjölgun inntökutímabila barna á leikskóla. Auk þess var nýlega tekin ákvörðun um stækkun Kirkjugerðis til að bæta við nýrri leikskóladeild og fjölga enn leikskólaplássum til að standa undir því markmiði að öll börn sem eru orðin 18 mánaða komist inn á leikskóla en í dag er ekkert barn 18 mánaða eða eldra á biðlista eftir leikskólaplássi.

Hægt að bregðast við hratt og örugglega þegar málefnin eru á okkar höndum

Á nýafstöðnum fundi fræðsluráðs var einróma samþykkt tillaga um 12,9% lækkun dagvistunargjalda leikskóla Vestmannaeyjabæjar. Fyrir lá að gjaldskrá leikskóla Vestmannaeyjabæjar var orðin nokkuð hærri en að meðaltali hjá viðmiðunarsveitarfélögum og því hærri en ráðið taldi æskilegt. Fræðsluráð samþykkti því að lækka dagvistunargjöld leikskóla úr 3.616 kr/klst niður í 3.150 kr/klst til að bregðast við þeirri stöðu. Í því felst að hærra hlutfall skatttekna verður notað í niðurgreiðslu leikskólakostnaðar og við þessa breytingu verður 8 klst. dagvistunargjald í Vestmannaeyjum lægra en meðaltal þess hjá viðmiðunarsveitarfélögum. Þessi breyting felur það í sér að kostnaður foreldra af leikskóladvöl barna þeirra verður um 15% en hlutfall Vestmannaeyjabæjar um 85% Þess má geta að fyrir um 15 árum var hlufallið nærri 60/40 og fyrir 5 árum greiddu foreldrar 23 % á móti 77% hluta Vestmannaeyjabæjar. Breytingin mun taka gildi frá og með 1. nóvember.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Formaður fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).