Halldór Bjarnason skrifar:

Hver ber ábyrgðina á öllu þessu?

25.September'17 | 07:40
rostin_cr

Röst leysir Herjólf af þessa dagana. Ljósmynd/TMS.

Það tók Vegagerðina þrjá mánuði að finna ferju sem tilheyrði fortíðinni í samgöngumálum til afleysinga fyrir Herjólf. Ferju sem hefur ekki leyfi til  siglinga í Þorlákshöfn. 

Hins vegar tók það áhugamenn í Vestmannaeyjum aðeins um 15 mínútur að finna háhraðaferju sem uppfyllir alla staðla til siglinga í báðar hafnir. Ráðherra og embættismönnum var bent á þá ferju.

Sú ferja var og er enn á lausu. Hún er um tíu mínútur á milli Landeyjahafnar og Eyja. Hugsið ykkur! Rúmar 70 mínútur uppí Þorlákshöfn, ef svo ber undir.

Leiða má að því líkum að ekki sé hægt að leigja slíkt skip fyrir okkur af ótta ráðamanna við að þá komi í ljós hversu mikil kyrrstaða nýsmíðin sé í raun.

 

Gengur aðeins meira en litla batterísferjan en aðeins minna en gamli góði Herjólfur

Er ekki eitthvað bogið við þessa ákvörðun Vegagerðarinnar. Ég hef það á tilfinningunni að það megi ekki láta okkur hafa nútíma samgöngumáta. Þessi ferja sem nú er að leysa Herjólf af gengur aðeins meira en litla batterísferjan en aðeins minna en gamli góði Herjólfur, þannig að kannski er verið að aðlaga okkur?

Þetta mjálm í bæjastjóranum, sem virðist tala fyrir alla bæjarstjórn í fjölmiðlum virðist því miður vera liður í einhverri leiksýningu til að slá ryki í augu okkar Eyjamanna. 

 

Ályktanir, yfirlýsingar og jafnvel stjórnsýslukærur

Ekki fer bæjastjórinn hamförum í fjölmiðlum til að fá umrædda háhraðaferju sem  bent var á. Ferju sem uppfyllir öll skilyrði til að sigla á hafsvæði B. Eins og hann barðist fyrir Eimskip með Akranesið sem var með undanþágu að sigla á svæði C fyrir tvo daga um Þjóðhátíð.

Erum við kannski ekki eins verðugir og þjóðhátíðargestirnir sem átti að flytja eða eru ástæðurnar þær að þeir vilja ekki koma með nútímalegar samgöngur? Hvað þá samgöngur framtíðarinnar því við erum nefnilega að fá gamaldags samgöngur eftir átta mánuði þegar litla batteríisferjan verður tilbúin. Það er kannski aðal ástæðan að við kynnumst ekki nútíma samgöngum.

Snúum okkur aftur að þætti bæjarstjórans í þessu máli. Í einu orðinu segir hann að samgöngumál séu ekki mál þeirra. En í hinu orðinu fer hann hamförum samanber Akranesið í kringum Þjóðhátíð. Þar sem ályktanir, yfirlýsingar og jafnvel stjórnsýslukærur voru hafðar í frammi til þess að ná sínu fram.

 

Að smíðatíminn skuli nýttur til lagfæringa á Landeyjahöfn

Til upprifjunar minnist ég þess hvað bæjarstjóri talaði oft um að smíðatími nýs skips skildi nýttur til að gera nauðsynlegar endurbætur á Landeyjahöfn. En böggull fylgir skammrifi því að á fjárlögum er ekkert fé lagt til rannsókna eða breytinga á höfninni. Þetta veit bæjarstjórinn. Þess vegna skilur maður ekki þessa leiksýningu hans og fylgisveina hans í bæjarstjórn. 

Væri nú ekki ráð að þetta fólk krefðist samgöngumáta nútímans svo við tölum nú ekki um að kíkja inn í framtíðina. Við vitum nú eftir samtöl við tvo ráðherra innanríkismála að þeir fara ekki á skjön við óskir bæjarstjórans í samgöngumálum.

 

Sömu menn

Þáttur Vegagerðarinnar, embættismanna og þingmanna Sunnlendinga er með ólíkindum. Hvert klúðrið á fætur öðru. Nú seinast afleysingaferjan og ekkert heyrist í þingmönnunum né ráðherra.

Sömu menn og bera ábyrgð á litlu batterísferjunni bera ábyrgð á að Herjólfur var sendur í viðhaldsferð í Hafnarfjörð. Takið eftir – hann var sendur í viðhaldsstopp áður en að búið var að framleiða varahlutina.

Sömu menn og telja okkur trú um að allt verði í blóma eftir að nýja ferjan kemur gerðu þessi síðustu afglöp í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Hver skildi kostnaðurinn vera við þessi ósköp?

Hver ber ábyrgðina á öllu þessu?

Ekki þessir sömu menn, er það?

 

Halldór Bjarnason

 

halldor_bjarna

Halldór Bjarnason.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.