Uppfærð frétt - myndband

Þyrla Gæslunnar lenti á malarvellinum

23.September'17 | 18:18
thyrla_17_cr

TF-LÍF á malarvellinum. Ljósmynd/TMS.

Síðdegis í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til vegna sjúklings sem þurfti að komast undir læknishendur í Reykjavík. Ófært er fyrir sjúkraflugvél Mýflugs sökum hvassviðris og þoku í Eyjum.

Ekki reyndist unnt að lenda þyrlunni á flugvellinum og var því brugðið á það ráð að lenda á malarvellinum í Löngulág. Er þetta í annað sinn á innan við viku sem þyrla gæslunnar er kölluð til vegna sjúkraflugs frá Eyjum. Í hvorugt skiptið reyndist unnt að lenda á flugvellinum.

Sjá einnig: Enn þarf þyrla Gæslunnar að lenda utan vallar

Mikið af fólki var vitni af því í dag þegar þyrlan lenti. Ljósmyndari Eyjar.net náði nokkrum myndum auk þess sem ein af myndunum hér að neðan er aðsend.

Þá er einnig hér að neðan myndband Halldórs B. Halldórssonar frá malarvellinum í dag.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).