Stutt í að Vestmannaeyjabær uppfylli kröfur um skólphreinsun

- eftir á að koma vesturbænum inná kerfið

20.September'17 | 10:58
fraveita_sumar_2017-minni

Nýja dælustöðvarhúsið á Eiðinu. Ljósmynd/TMS.

Fráveitumál hafa verið í endurskoðun hjá Vestmannaeyjabæ. Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að samkvæmt reglugerðum um fráveitur þá fara kröfur eftir stærð fráveitukerfa og viðtakanda. 

„Í tilviki Vestmanneyjabæjar þá er viðtakandi skilgreindur sem síður viðkvæmur og því gerð krafa um eins þrepa hreinsun. Slík hreinsun er í dælustöðinni út á Eiði og því uppfyllir Vestmannaeyjabær þær kröfur. Vesturbærinn hefur enn ekki verið tengdur inn í útrásina á Eiðinu en markmiðið er að því ljúki innan fárra ára.  Næsta skref í því er að leggja nýja lögn upp Hlíðarveginn og tengjast við Illugagötu og geta þar með tekið við fráveitunni frá svæðinu sunnan Kirkjuvegar.” segir Ólafur.

Er dælustöðin út á Eiði semsagt komin í notkun?

Við höfum verið að nota hana síðastliðin 3 ár að hluta og smátt og smátt verið að tengja inn á hana.  Núna síðsumars hefur verið lokið við að tengja restina í samhlíða nýjum lögnum í Botni.

Hvert fer fráveitan frá vesturbænum?

Fráveitan frá vesturbænum fer núna vestur af hamrinum í gamla útrás sem þar er.

Eins þreps hreinsun á skólpi

Í skýrslu Umhverfisstofnunnar um skólphreinsun segir í kaflanum um Suðurland:

Á Suðurlandi var 38% skólps frá minni þéttbýlum/fráveitum hreinsað og 54% skólps frá þeim stærri. Stærsta þéttbýlið á Suðurlandi, Selfoss, hreinsaði ekki sitt skólp. Aftur á móti var eins þreps hreinsun á skólpi frá því næststærsta, Vestmanneyjum. Önnur stærri þéttbýli þar sem skólp var hreinsað eru Hveragerði (tveggja þrepa hreinsun, Hvolsvöllur (tveggja þrepa hreinsun) og Hella (eins þreps hreinsun).

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...