Dagbók lögreglunnar:
Kona slasaðist er hún féll fram af svölum
19.September'17 | 16:50Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og gekk skemmtanahald helgarinnar þokkalega fyrir sig en eitthvað var um útköll vegna ölvunar. Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir helgina en þarna hafði orðið ósætti á milli tveggja manna sem enduðu með slagsmálum.
Ekki var um alvarleg meiðsl að ræða og er málið í rannsókn, að því er segir í vikuyfirliti Lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Þá segir að aðfaranótt laugardags hafi lögreglu verið tilkynnt um að kona hafi slasast þegar hún féll fram af svölum á annarri hæð. Konan slasaðist á fæti og þurfti aðhlynningu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Lögreglan vill minna foreldra og forráðamenn barna á endurskinsmerkin, sérstaklega núna þegar svartasta skammdegið er framundan.
Tags
LögreglanVilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is