Hópur Færeyinga á lundaballið

18.September'17 | 06:56
lundaball_yfir_2016

Frá lundaballinu í fyrra. Ljósmynd/TMS.

Í vor fór "Blítt og létt" hópurinn ásamt hópi frá Eyjum til Færeyja. Þriggja daga ferð þar sem gist var í heimahúsum í Gøtu, sem er vinabær Vestmannaeyja i Færeyjum.

Sigurmundur Gísli Einarsson var einn þeirra sem fór ferðina. Hann segir að nú séu á leiðinni hingað 67 Færeyingar. Þeir koma í heimsókn til Eyja dagana 29. september til 1. október.

„Þeir munu gista í heimahúsum hér í Eyjum. Meðal annars er þeim boðið á lundaballið. Það hefur myndast sterk og góð vinatengsl milli Eyjamanna og Færeyinga eftir tvær heimsóknir beggja til hvors annars bæði 2012 sem og nú í ár.” segir Sigurmundur og bætir við:

„Ég veit að Eyjamenn sýna þessum frændum okkar það vinaþel sem þeir eru þekktir fyrir þegar þeir hittast þessa daga sem þeir eru gestkomandi hjá okkur.”

 

Þessu tengt: Það styttist í Lundaballið

 

IMG_0780

Hluti hópsins sem fór til Færeyja.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.