Slökkviliðið æfði um borð í Herjólfi

13.September'17 | 11:14
aefing_i_herjolfi_slv

Frá æfingunni. Mynd/Slökkvilið Vestm.

Þá er formlegum helgarvöktum/sumaræfingum lokið þetta árið hjá Slökkviliði Vestmannaeyja. Á æfingunum æfði liðið klippuvinnu, vatnsöflun, reykköfun o.fl. auk þess að fara fjórum sinnum með Herjólfi til Landeyjahafnar og til baka. 

Fyrstu þrjá ferðirnar voru "kynnisferðir" fyrir vaktirnar þar sem menn fengu leiðsögn um skipið og búnað þess en fjórða og síðasta æfingin var notuð í leit og björgun þar sem menn þurftu að "reykkafa" í hinum ýmsu rýmum skipsins á ferðinni milli lands og Eyja og leysa verkefni, segir í frétt á facebook-síðu Slökkviliðsins.

 

ÚV á FM 104

15.Febrúar'18

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Hárstofan HárArt

4.September'17

Þú færð milk_shake vörurnar hjá HárArt. Sími: 8970050.