Fjárlagafrumvarpið:

Fram­lag til Vest­manna­eyja­ferju lækk­ar

- gert er ráð fyr­ir að fram­lagið sem eft­ir stend­ur nægi fyr­ir um­sam­dri loka­greiðslu 2018

13.September'17 | 06:45
ny_ferja

Tölvugerð mynd af nýrri Vestmannaeyjaferju.

Fram­lag til Vest­manna­eyja­ferju lækk­ar um 300 millj­ón­ir króna frá gild­andi fjár­lög­um vegna niður­fell­ing­ar tíma­bund­ins fram­lags. Gert er ráð fyr­ir að fram­lagið sem eft­ir stend­ur nægi fyr­ir um­sam­dri loka­greiðslu 2018 vegna nýrr­ar ferju.

241 millj­ón verður sett auka­lega í al­menn­ings­sam­göng­ur og er í frum­varp­inu sögð þörf á að bregðast við upp­söfnuðum halla, meðal ann­ars vegna út­gjalda sem hafi fallið til vegna Land­eyja­hafn­ar og Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs.

Helstu fram­kvæmd­ir framund­an eru Vest­manna­eyja­ferja, Beru­fjarðar­botn og Dýra­fjarðargöng en hækk­un fram­laga vegna Dýra­fjarðaganga nem­ur 2 millj­örðum. Á móti vega til lækk­un­ar fram­lög til fram­kvæmda við Norðfjarðargöng en gert er ráð fyr­ir að þeim ljúki á yf­ir­stand­andi ári.

Heild­ar­fjár­heim­ild til sam­göngu­mála fyr­ir árið 2018 er áætluð tæp­ir 34,4 millj­arðar króna og hækk­ar um 766 millj­ón­ir frá gild­andi fjár­lög­um, eða sem nem­ur 2% hækk­un.

 

Unnið uppúr frétt mbl.is.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Hefur þú hugmynd?

15.Mars'18

Lumar þú á hugmynd fyrir Eyjar.net? Til að gera vefsíðuna betri. Endilega sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net!

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.