Fyrrum eigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja

Fá ekki enn aðgang að gögnum

13.September'17 | 13:58
landsbankinn_2016

Landsbankinn í Eyjum. Ljósmynd/TMS.

Endurgjald til fyrrum stofnfjáreigenda Sparisjóðs Vestmannaeyja vegna samruna sparisjóðsins og Landsbankans var á dagskrá á fundi bæjarráðs í gær. Þar var tekið fyrir svarbréf frá Landsbankanum hf. vegna erindis frá Vestmannaeyjabæ og Vinnslustöðinni.

Bæjarráð hefur yfirfarið svarbréf bankaráðs Landsbankans og telur fátt nýtt þar að finna. Þess í stað endurtekur bankaráðið sama málflutning og starfsmenn bankans hafa hingað til flutt. Þar með beitir bankaráðið sér gegn því að fyrrum eigendur Sparisjóðs Vestmannaeyja fái aðgang að gögnum sem veitt geta yfirlit yfir raunveruleg verðmæti sjóðsins þegar hann var yfirtekinn af Landsbankanum á þvingaðan máta. 

Bæjarráð fól bæjarstjóra að gæta áfram hagsmuna Vestmannaeyjabæjar og er tilbúið til að láta reyna á réttmæti þessarar aðferða Landsbankans fyrir dómstólum ef þurfa þykir, segir í bókun ráðsins.

Hárstofan HárArt

4.September'17

Þú færð milk_shake vörurnar hjá HárArt. Sími: 8970050. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum S: 481-1313 / Gsm: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

ÚV á FM 104

23.Apríl'16

Góð tónlist flesta laugardaga og sunnudaga frá 16:00. Einnig eru pistlar frá Nice. ÚV á FM 104

Lumar þú á grein?

27.Júní'17

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.