Fræðsluráð:

Námsgögn verða grunnskólabörnum að kostnaðarlausu á næstu haustönn

- sú leið að greiða öll námsgögn er því fyrst og fremst til þægindarauka, einföldunar og þjónustueflingar - segir í bókun ráðsins

10.September'17 | 08:58
nemendur_grv_cr

Nemendur GRV fá ókeypis námsgögn haustið 2018. Ljósmynd/facebooksíða GRV.

Bóka og ritfangakostnaður grunnskólabarna var enn til umræðu á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar, í síðustu viku. Þar lagði Sonja Andrésdóttir fram eftirfarandi tillögu frá E-listanum:

"Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa nokkur sveitarfélög ákveðið að borga allan bóka- og ritfangakostnað grunnskólabarna í sínu sveitarfélagi. Við hjá Eyjalistanum viljum koma með þá tillögu að Vestmannaeyjabær fylgi þessu fordæmi. Þá myndi Vestmannaeyjabær taka á sig þann kostnað sem fallið hefur að hluta eða öllu leyti á foreldra grunnskólabarna. Við mælumst til þess að frá og með haustinu 2018 verði þetta að veruleika". 

Styðja tillögu E-listans

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í fræðsluráði styðja tillögu E-listans hvað bóka- og ritfangakostnað nemenda varðar. Vestmannaeyjabær hefur, á undanförnum árum, lagt áherslu á stórbætta þjónustu við barnafjölskyldur með hagsmuni barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi. Aukin þjónusta frístundavers, upptaka frístundastyrkja, auknar fjárveitingar til GRV vegna gæðaeflingar og þjónustu, heimagreiðslur til foreldra og fjölgun leikskólaplássa eru dæmi um þjónustuauka sem sveitarfélagið hefur ráðist í á undanförnum misserum. Tekin voru skref í átt að bættri þjónustu og lækkuðum kostnaði vegna námsgagna barna við sameiginleg innkaup skólagagna fyrir árganga og mældist slíkt fyrirkomulag einstaklega vel fyrir hjá foreldrum skólabarna. Nú telur fræðsluráð tímabært að ganga skrefinu lengra og tryggja að námsgögn verði grunnskólabörnum að kostnaðarlausu og þar með verði grunnskólaganga þeirra gjaldfrjáls. 

Sjá einnig: Námsgögn ókeypis í 26 sveitarfélögum

Fræðsluráð vill ítreka að með þeirri ákvörðun um að greiða ritfangakostnað grunnskólanemenda eru ritföng ekki ókeypis heldur er tekin sú ákvörðun að íbúar sveitarfélagsins taki sameiginlega þátt í að greiða þann kostnað sem til fellur vegna þessa. Ástæða er til að geta þess að kostnaður við námsgögn er almennt ekki hár eða um 2500 kr á ári að undanskyldu fyrsta árinu. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar og börn búa við skert kjör hafa sértæk úrræði ávallt verið í boði. Sú leið að greiða öll námsgögn er því fyrst og fremst til þægindarauka, einföldunar og þjónustueflingar. 

Að greiddur verði ritfangakostnaður allra nemenda GRV við næstu haustönn

Fræðsluráð beinir því til framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs við vinnu vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018 að tekið verði mið af því að greiddur verði ritfangakostnaður allra nemenda GRV við næstu haustönn, segir í bókun fræðsluráðs.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).