Røst mun hefja siglingar að morgni 17. september

8.September'17 | 22:47
afleysingarferja_f_herjolf_2017_2

Farþegaferjan Røst mun leysa Herjólf af nú í september

Síðdegis í dag var það staðfest að Vegagerðin er búin að fá að skrifa undir leigusamning á ferju frá Noregi. Ferjan heitir Røst sem mun leysa Herjólf af á meðan slipptöku stendur síðar í september. 

Gert er ráð fyrir að Herjólfur sigli samkvæmt áætlun til 16. september og sigli að kvöldi þess dags til Hafnarfjarðar þar sem viðgerð um fara fram. Røst mun hefja siglingar samkvæmt áætlun Herjólfs til Landeyjahafnar frá morgni 17. september. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Herjólfs.

Sjá einnig: Norsk ferja sem tekur 235 farþega í sigtinu

Þar segir einnig að Røst hefur farþegaleyfi fyrir 235 farþega og tekur um 45 bíla. Ferjan var smíðuð árið 1991 og er 66,2 metrar að lengd og 13.4 metrar að breidd.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is