Røst mun hefja siglingar að morgni 17. september

8.September'17 | 22:47
afleysingarferja_f_herjolf_2017_2

Farþegaferjan Røst mun leysa Herjólf af nú í september

Síðdegis í dag var það staðfest að Vegagerðin er búin að fá að skrifa undir leigusamning á ferju frá Noregi. Ferjan heitir Røst sem mun leysa Herjólf af á meðan slipptöku stendur síðar í september. 

Gert er ráð fyrir að Herjólfur sigli samkvæmt áætlun til 16. september og sigli að kvöldi þess dags til Hafnarfjarðar þar sem viðgerð um fara fram. Røst mun hefja siglingar samkvæmt áætlun Herjólfs til Landeyjahafnar frá morgni 17. september. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Herjólfs.

Sjá einnig: Norsk ferja sem tekur 235 farþega í sigtinu

Þar segir einnig að Røst hefur farþegaleyfi fyrir 235 farþega og tekur um 45 bíla. Ferjan var smíðuð árið 1991 og er 66,2 metrar að lengd og 13.4 metrar að breidd.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%