Trausti Hjaltason um leikskólamálin:

Að gæði og verð séu samkeppnishæf

- nú er ástæða til að skoða þessi mál aftur

7.September'17 | 11:56
trausti_leikskoli_eyjar.net

Samsett mynd.

Freyr Arnaldsson skrifaði grein hér á Eyjar.net fyrir tæpri viku sem vakið hefur töluverða athygli. Yfirskrift greinarinnar var ,,Dýrustu leikskólagjöld landsins?". Eyjar.net leitaði viðbragða hjá Trausta Hjaltasyni, bæjarfulltrúa og fyrrum formanni í fræðsluráði Vestmannaeyjabæjar.

Trausti hætti í fræðsluráði í lok síðasta árs og er því vel inní leikskólamálum bæjarins. En hver eru viðbrögð Trausta við þeim samanburði sem birtist í grein Freys? 

„Það hefur verið kappsmál að bæta þjónustu við barnafjölskyldur á undanförnum árum. t.d. með verulega aukinni þjónustu frístundavers, upptöku frístundastyrkja, fjölgun inntökutímabila, heimagreiðslum til foreldra, fjölgun leikskólaplássa og svo mætti lengi telja.” segir Trausti.

Síðast þegar þessi mál voru skoðuð í kjölinn var Vestmannaeyjabær fyrir ofan miðju

„Undanfarin ár hefur engin ákvörðun um hækkun leikskólagjalda verið tekin í fræðsluráði eða bæjarstjórn að öðru leyti en að fæðiskostnaður var hækkaður að mig minnir 2012 í tengslum við hækkandi innkaupakostnað og aukna áherslu á gæði skólamáltíða, sú hækkun var gerð í samráði við fagaðila og fulltrúa foreldra. Vistun umfram 8 klst. var hækkuð og leiddi af sér betri nýtingu á þjónustunni sem er öllum í hag, á sama tíma var almenna gjaldið lækkað. 

Síðast þegar þessi mál voru skoðuð í kjölinn var Vestmannaeyjabær fyrir ofan miðju sem það sveitarfélag sem var lægst og þannig vill maður auðvitað sjá þetta frekar. Hins vegar eru gjaldskrár Vestmannaeyjabæjar tengdar vísitölu sem skýrir að öllum líkindum þessa breyttu stöðu. Nú er ástæða til að skoða þessi mál aftur, enda nauðsynlegt að fylgjast vel með gangi mála í þessum mjög svo lifandi málaflokki.

Ánægjulegt að þjónustunotendur sé vel vakandi

Við viljum auðvitað vera samkeppnishæf við samanburðarsveitarfélög á öllum sviðum og geta litið yfir heildina og getað sagt að almennt séum við að þjónusta vel, ef svo er ekki þá þurfum við að reyna eftir fremsta megni að bregðast við. Það skiptir máli að íbúar geti gengið að þeirri þjónustu sem sveitarfélagið á að veita sem vísri og að gæði og verð séu samkeppnishæf. Það er ánægjulegt að þjónustunotendur sé vel vakandi fyrir þessu og er flott að fá ábendingar sem þessar

Gæði leikskólastarfs og kennslu er mikil og ánægja með þjónustuna almennt góð tel ég, hlutfall menntaðra leikskólakennara hefur aukist undanfarin ár. Í dag greiða foreldrar ca. 15- 20% af kostnaði við leikskólapláss barna sinna á meðan að hlutfallinu var öfugt farið fyrir ekki svo löngu síðan. Þjónusta sveitarfélaga almennt á landsvísu hefur því verð að aukast undanfarin ár.” segir Trausti Hjaltason.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).