Afla­heim­ild­ir hafna:

Vest­manna­eyjar áfram í þriðja sæti

6.September'17 | 07:10
IMG_5860

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS.

Þrjár heima­hafn­ir skera sig úr eins og und­an­far­in ár, þegar litið er til þeirra hafna sem mest­ar afla­heim­ild­ir fá í nýrri út­hlut­un Fiski­stofu, en skip frá Reykja­vík, Grinda­vík og Vest­manna­eyj­um eru með mest­ar afla­heim­ild­ir. 

Lengi voru Eyj­arn­ar í 2. sæt­inu en nokk­ur ár eru nú frá því að Grinda­vík velti þeim úr sessi.

Tog­ur­um fækkað um 17 frá 2013

Skip­um í afla­marks­kerf­inu fækk­ar um 10 á milli ára og eru nú 212. Tog­ur­um hef­ur enn fækkað og eru þeir nú 39 í ís­lenska flot­an­um. Þeim hef­ur fækkað um 17 frá upp­hafi fisk­veiðiárs­ins 2013/​2014. Bát­ar með króka­afla­mark eru nú 277 eins og í fyrra.

Að þessu sinni er út­hlutað alls tæp­lega 376 þúsund tonn­um í þorskí­gild­um, sem er aukn­ing um 10.500 þorskí­gildist­onn frá síðasta ári. Úthlut­un í þorski er um 203 þúsund tonn og hækk­ar um tæp 9.000 tonn frá fyrra ári. Ýsu­kvót­inn er 31.732 tonn og hækk­ar um 4.200 tonn og er sama aukn­ing í ufsa­kvót­an­um. Tæp­lega 1.700 tonna sam­drátt­ur er í út­hlut­un á gull­karfa og tæp­lega 1.100 tonna sam­drátt­ur í djúpkarfa.

„Sam­kvæmt út­gerðarflokk­un Fiski­stofu fá skut­tog­ar­ar út­hlutað rúm­um 206 þúsund tonn­um af því heild­arafla­marki sem út­hlutað var að þessu sinni og skip með afla­mark fá 165 þúsund tonn. Smá­bát­ar með afla­mark og króka­afla­marks­bát­ar fá tæp 51.700 tonn. Vak­in er at­hygli á því að króka­afla­marks­bát­ar fá ein­göngu út­hlutað þorski, ýsu, ufsa, gull­karfa, löngu, keilu og stein­bít,“ seg­ir á vef Fiski­stofu um út­hlut­un­ina nú.

Síðar á ár­inu verður út­hlutað afla­marki í deili­stofn­um og eng­um upp­hafskvóta var út­hlutað í loðnu að þessu sinni.

 

Mbl.is greindi frá.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.