Borgunarbikarinn - úrslitaleikur:

Rútuferðir á laugardaginn og frítt í Herjólf

6.September'17 | 06:05

Það er stór dagur í hjá meistaraflokkunum ÍBV í knattspyrnu nk. laugardag, þegar strákarnir mæta KR á KR-velli kl. 14:00 og stelpurnar mæta Stjörnunni á Laugardalsvelli kl. 17:00 í úrslitaleik Borgunarbikarsins.

Af því tilefni býður ÍBV uppá rútuferðir og Herjólfur býður þeim sem hafa tryggt sér miða á bikarleikinn frítt í 11:00 og 22:00 ferðirnar. Miðasala á bikarleikinn hjá stelpunum, Stjarnan - ÍBV fer fram á midi.is. Miðasala á leikinn hjá strákunum, KR - ÍBV fer fram á KR-velli

Herjólfur býður frítt í 11:00 frá VEY og 22:00 frá LAN ferðirnar gegn framvísun miða á bikarleikinn. Rútuferðir verða með þessum Herjólfsferðum, miðaverð er 3.500 kr. og eru miðarnir seldir í Nostru.

Rúturnar fara frá Landeyjahöfn á KR- völlinn, eftir leikinn hjá strákunum verður brunað á Laugardalsvöll og þegar stelpurnar hafa klárað sinn leik verður brunað með bikarinn í Landeyjarhöfn. Vonandi sjáum við sem flesta á þessum leikjum, segir í frétt á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.