Fóru utan og ræddu við þolanda nauðgunarinnar

6.September'17 | 18:10
loggan

Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar málið. Mynd/TMS.

Rannsókn Lögreglunnar í Vestmannaeyjum á hrottafenginni nauðgun og líkamsárás í bænum fyrir ári er nú á lokastigi. Konan fór úr landi fljótlega eftir að hún varð fyrir árásinni og hefur dvalið þar síðan. 

Lögreglu hefur reynst erfitt að ná tali af henni en í sumar fóru lögreglumenn utan til að taka skýrslu af henni og þar með var stórt skref stigið í átt að lokum rannsóknarinnar. greint er frá málinu á fréttavef RÚV.

Málið hófst aðfaranótt 17. september í fyrra þegar kona á fimmtugsaldri fannst meðvitundarlítil í húsgarði í bænum. Maður á þrítugsaldri var handtekinn skömmu síðar grunaður um að hafa beitt konuna hrottalegu ofbeldi og nauðgað henni.

Maðurinn sat um skeið í gæsluvarðhaldi vegna málsins uns kröfu lögreglu um framlengingu þess var hafnað af dómstólum. Árásin var mjög alvarleg. Konan var flutt þungt haldin með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Hún var svo bólgin í andliti að hún gat ekki opnað augun og líkamshiti hennar var 35,5 gráður þegar að henni var komið. Lögregla telur að hefði hún ekki fengið aðstoð hefði það getað orðið henni að fjörtjóni.

Lögregla er nú að vinna úr síðustu gögnum sem borist hafa, meðal annars matsgerðum sérfræðinga, áður en málið fer í ákæruferli.

Tags

Lögreglan

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).