Afleysingarskip fyrir Herjólf:

Norsk ferja sem tekur 235 farþega í sigtinu

5.September'17 | 18:53
afleysingarferja_f_herjolf_2017_2

Norska ferjan Röst.

Elliði Vignisson bæjarstjóri greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að Vegagerðin sé í viðræðum um að leigja norsku ferjuna Röst til afleysinga fyrir Herjólf sem þarfnast viðgerðar á gír.

„Eftir nokkra leit að heppilegu skipi lítur nú loks út fyrir hægt verði að leigja skip frá norður Noregi til verksins. Vegagerðin hefur upplýst að stefnt sé að því að skipið komi inn í viku 38 (18. –24. september) og að þjónusta verði í sama formi og nú er og hún ekki skert umfram það sem óhjákvæmilega fylgir því þegar aðalskip verður fyrir bilun eða frátöfum að öðrum orsökum.” segir bæjarstjóri í grein sinni.

Heldur minna en Herjólfur

Ferjan sem um ræðir er með tvær skrúfur, andveltibúnað (ugga), ef sigla þarf í Þorlákshöfn.  Farþegageta er minni en í Herjólfi eða 235 manns og bílainntak 40 til 50.  Vestmannaeyjabær hefur því í samræmi við samþykktir sínar óskað eftir því að sigldar verði fleiri ferðir en annars væri og er Vegagerðin að fara yfir þau mál.  Skipið er einu ári eldra en Herjólfur og aðeins styttra (tæplega 4 metrum), heldur mjórra og djúprista töluvert minni, sem er jákvætt gagnvart Landeyjahöfn, segir Elliði ennfremur og bætir við að þótt sannarlega séu góðar líkur á að umrætt skip fáist þá er enn ekki búið að undirrita samninga. Það sem út af stendur tengist skráningu skipsins og flutningi þess á milli hafsvæða frá Noregi til Íslands.  

 

Nánari upplýsingar

Hér eru helstu upplýsingar um umrædda ferju:

Brúttó tonn: 2052
Lengd x breidd: 66.2m × 13.4m
Byggingaár: 1991

Djúprista 3.6m

Skráður hraði (Mesti / Meðal) 13.5 / 12.6 hnútar

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.