Afleysingarskip fyrir Herjólf:

Norsk ferja sem tekur 235 farþega í sigtinu

5.September'17 | 18:53
afleysingarferja_f_herjolf_2017_2

Norska ferjan Röst.

Elliði Vignisson bæjarstjóri greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að Vegagerðin sé í viðræðum um að leigja norsku ferjuna Röst til afleysinga fyrir Herjólf sem þarfnast viðgerðar á gír.

„Eftir nokkra leit að heppilegu skipi lítur nú loks út fyrir hægt verði að leigja skip frá norður Noregi til verksins. Vegagerðin hefur upplýst að stefnt sé að því að skipið komi inn í viku 38 (18. –24. september) og að þjónusta verði í sama formi og nú er og hún ekki skert umfram það sem óhjákvæmilega fylgir því þegar aðalskip verður fyrir bilun eða frátöfum að öðrum orsökum.” segir bæjarstjóri í grein sinni.

Heldur minna en Herjólfur

Ferjan sem um ræðir er með tvær skrúfur, andveltibúnað (ugga), ef sigla þarf í Þorlákshöfn.  Farþegageta er minni en í Herjólfi eða 235 manns og bílainntak 40 til 50.  Vestmannaeyjabær hefur því í samræmi við samþykktir sínar óskað eftir því að sigldar verði fleiri ferðir en annars væri og er Vegagerðin að fara yfir þau mál.  Skipið er einu ári eldra en Herjólfur og aðeins styttra (tæplega 4 metrum), heldur mjórra og djúprista töluvert minni, sem er jákvætt gagnvart Landeyjahöfn, segir Elliði ennfremur og bætir við að þótt sannarlega séu góðar líkur á að umrætt skip fáist þá er enn ekki búið að undirrita samninga. Það sem út af stendur tengist skráningu skipsins og flutningi þess á milli hafsvæða frá Noregi til Íslands.  

 

Nánari upplýsingar

Hér eru helstu upplýsingar um umrædda ferju:

Brúttó tonn: 2052
Lengd x breidd: 66.2m × 13.4m
Byggingaár: 1991

Djúprista 3.6m

Skráður hraði (Mesti / Meðal) 13.5 / 12.6 hnútar

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).