Pysjueftirlit Sæheima:

Pysjurnar að nálgast þúsund

- meðalþyngd þeirra sem af er tímabilinu er 270 grömm

2.September'17 | 05:50
saeh_010917

Ljósmynd/saeheimar.is

Komið var með 225 pysjur í pysjueftirlitið í gær, en eru það aðeins færri en komið var með daginn þar áður. Heildarfjöldinn í lok dags í gær var því kominn upp í 870 lundapysjur.

Við erum þó enn að vonast til að slá heimsmetið frá í fyrra, sem er 310 pysjur á einum degi. Við hvetjum því alla til að koma með pysjurnar í Sæheima eða vigta þær heima og senda okkur niðurstöðurnar, segir í frétt á vefsíðu Sæheima - saeheimar.is.

Á myndinni eru þær Berta og Inga Birna Sigursteinsdætur, sem komu með 357 gramma pysju en það er sú þyngsta á þessu tímabili. Við erum nokkuð ánægð með hvað pysjurnar eru almennt góðar og er meðalþyngd þeirra sem af er tímabilinu er 270 grömm, segir ennfremur í fréttinni.

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is