Íþróttamiðstöðin:

Framkvæmdir að hefjast við gólfefnaskipti

2.September'17 | 07:55
gretar_ithr

Grétar í stendur hér á dúknum sem á að fara að rífa af. Mynd/TMS.

Eins og greint hefur verið frá er dúkurinn á stóra sal íþróttahússins ónýtur. Búið var að samþykkja hjá Vestmannaeyjabæ að skipta um gólfefni á salnum. Eyjar.net ræddi við Grétar Eyþórsson, forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar um fyrirhugaðar framkvæmdir.

„Nú fer þetta að bresta á og efnið kom til Eyja í gær, þann 1. september. Svo mæta verktakarnir á mánudaginn og setja allt á fulla ferð.” segir Grétar aðspurður um hvenær verkið hefjist.

Verklok áætluð 8. október

En hvenær er reiknað með að verkinu ljúki? Áætluð verklok er 8. október, en þar sem ég er bjartsýnismaður ætla ég að láta mig dreyma um að vera viku fyrr.

Hver annast framkvæmdina? Sporttæki ehf. hefur umsjón með verkinu. Þeir hafa mikla reynslu í verkefnum sem þessum og lögðu meðal annars gólfið í Vallaskóla á Selfossi sem hefur reynst mjög vel.

Varla hægt að koma öllum fyrir

Grétar vill fyrst og fremst þakka íþróttafélögunum hér í bæ fyrir þann skilning sem þeir hafa sýnt verkinu og allir tilbúinir að gefa eftir tíma til að láta þetta ganga upp. „Maður hreinlega áttar sig ekki á því hvernig þetta var gert hér í gamla daga þegar við höfðum bara einn sal... Nú erum við með þrjá fullbúna íþróttasali og knattspyrnuhöll og varla hægt að koma öllum fyrir.”

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.