Freyr Arnaldsson skrifar:

Dýrustu leikskólagjöld landsins?

- bæjaryfirvöld þurfa að skýra betur út fyrir foreldrum í Vestmannaeyjum í hverju þessi munur liggur

1.September'17 | 12:14
soli_17

Ljósmynd/TMS.

Í vikunni birtist frétt á dv.is þar sem kemur fram að hjón í Garðabæ borgi um 150 þúsund krónum meira á ári fyrir leikskólagjöld en hjón í Reykjavík. 

Vestmannaeyjabær var ekki með í fréttinni en skv. gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar er fullt gjald með fæði fyrir 8 tíma vistun 41.354 kr á mánuði eða 3.069 kr meira á mánuði en í Garðabæ og 16.967 meira en í Reykjavík.

Á ársgrundvelli eða við 11 greiðslur er munurinn því 186.637 kr.  á Vestmannaeyjum og Reykjavík. Gjaldskrá átta sveitarfélaga voru tekin fyrir í fréttinni og birtust mánaðargjald fyrir hjón og einstætt foreldri, sé Vestmannaeyjum bætt við sést að leikskólagjöld þar eru töluvert hærri.

 

Leikskólagjöld hjóna á mánuði

 

Leikskólagjöld einstæðra foreldra á mánuði

 

 1. Reykjavík - 24.567 krónur
 2. Seltjarnarnesbær - 25.880 krónur
 3. Kópavogur - 30.603 krónur
 4. Hafnarfjörður - 33.257 krónur
 5. Reykjanesbær - 33.570 krónur
 6. Mosfellsbær - 33.746 krónur
 7. Akureyri - 36.034 krónur
 8. Garðabær - 38.465 krónur
 9. Vestmannaeyjar – 41.534 krónur

 

 1. Reykjavík - 16.327 krónur
 2. Seltjarnarnesbær - 18.696 krónur
 3. Hafnarfjörður - 23.369 krónur
 4. Mosfellsbær - 23.628 krónur
 5. Kópavogur - 23.905 krónur
 6. Garðabær - 26.081 krónur
 7. Akureyri - 26.650 krónur
 8. Garðabær - 27.370 krónur
 9. Vestmannaeyjar – 32.182 krónur

 

Könnun DV.

 

Séu Vestmannaeyjar bornar saman við sambærileg sveitarfélög er sama uppi á teningnum.        

 1. Grindavík       -           33.780  krónur
 2. Árborg        -             35.270 krónur
 3. Dalvík         -              35.715 krónur
 4. Vestmannaeyjar -       41.534 krónur

 

 1. Grindavík -       27.300 krónur
 2. Árborg       -      27.430 krónur
 3. Dalvík          -          27.653 krónur
 4. Vestmannaeyjar  -         32.182 krónur

 

Bæjaryfirvöld þurfa að skýra betur út fyrir foreldrum í Vestmannaeyjum í hverju þessi munur liggur. Það er eðlilegt að borga sanngjarnt verð fyrir þá góðu þjónustu sem veitt er á leikskólum bæjarins. En sá verðmunur sem hér hefur verið bent á hlýtur að teljast óeðlilegur. 

 

Freyr Arnaldsson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).