Náttúrustofa Suðurlands:
Spá metfjölda bæjarpysja í ár
31.Ágúst'17 | 06:34Starfsmenn Náttúrustofu Suðurlands fóru í holur í Stórhöfða í gær til að kanna stöðuna á lundapysjunum. Á facebook-síðu stofunnar segir að pysjurnar lifi og reikna megi með um 4 - 5.000 bæjarpysjum. Þá segir að pysjutímabilið standi líklega fram í október.
Þess má geta að mesti fjöldi lundapysja sem komið hefur í pysjueftirlit Sæheima sem hefur verið starfrækt frá árinu 2003 kom árið 2015. Þá voru skráðar pysjur alls 3.831. Í fyrra var fjöldinn 2.639.
Það er því ljóst að gangi spá Náttúrustofu Suðurlands eftir verður sett nýtt met í pysjubjörgun í Vestmannaeyjum - allavega frá því að skráningar hófust. Ljóst er að sandsílið hér við eyjar er að aukast, því við eftirgrennslan lundaáhugamanna síðustu daga mátti sjá mikið af lunda bera síli til pysjunnar.
Hér að neðan má sjá myndband frá lundabyggð í Stórhöfða sem Halldór B. Hólldórsson tók í gær.

Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.