Engar sýnilegar hindranir standa í vegi fyrir því að ríkið semji við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferju

29.Ágúst'17 | 14:32
ny_ferja

Ný ferja á að vera tilbúin um mitt næsta ár.

Yfirtaka á rekstri Herjólfs var til umræðu á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag. Þar var lagt fram minnisblað vegna möguleika Vestmannaeyjabæjar til að taka við rekstri Herjólfs.

Fyrir bæjarráði lágu drög að lögfræðilegri álitsgerð varðandi möguleika Vestmannaeyjabæjar á því að taka yfir rekstur Herjólfs. 

Í álitsgerðinni kemur fram sú afstaða Vestmannaeyjabæjar að flutningsþörf hafi á seinustu árum ekki verið fullnægt sem skildi og því væru uppi ríkar kröfur í samfélaginu um fjölgun ferða Herjólfs milli lands og Eyja, og almennt aukna þjónustu. Bent er á að bæjaryfirvöld hafi máli sínu til stuðnings vísað til þess að fyrr á þessu ári hafi t.a.m. komið upp tilvik þar sem biðlisti til að komast með bifreiðar til og frá Vestmanneyjum hafi numið allt að fimm dögum, hráefni hafi skemmst þar sem það komst ekki á milli lands og Eyja, stórir ferðahópar hafa neyðst til að afpanta bókanir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum vegna takmarkaðs framboðs ferða og heimafólk upplifi að á tímum sé nánast vonlaust að ætla að ferðast að heiman og heim aftur.

Með vísan til þess hafa bæjaryfirvöld lýst eindregnum áhuga á því að taka yfir rekstur Herjólfs með það að markmiði að hann verði rekinn með heildarhagsmuni Vestmannaeyja í huga en ekki eingöngu hámarks nýtingu í hverri ferð og arðsemi. 

Í álitsgerðinni eru lögfræðilegt umhverfi og álitaefni þar að lútandi rædd og reifuð. Bæði er fjallað um möguleika Vestmannaeyjabæjar til að taka að sér reksturinn sem og möguleika ríkisins til að færa reksturinn yfir til bæjarins án útboðs. Niðurstaða álitsgerðarinnar eru sú að „engar sýnilegar eða augljósar hindranir standi í vegi fyrir því að ríkið semji við Vestmannaeyjabæ um rekstur ferju”. 

Bæjarráð lítur sem svo á að ekkert lögfræðilegt standi í vegi fyrir samkomulagi við ríkið hvað varðar yfirtöku á rekstri Herjólfs og ítrekar vilja sinn til að svo verði, segir í bókun ráðsins sem fól bæjarstjóra að fylgja málinu eftir við samgönguráðherra.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-